Viðtal við Finn Bjarnason – Ég er enn að læra að syngja!

1. okt. / bp Ég lofaði að spjalla betur við hann Finn. Eftir að hann hafði farið í sturtu og skolað af sér frumsýningarrykið fékk hann því spurningadembu yfir sig, m.a. um hlutverkin, skiptin yfir í tenór, fjölskyldulíf og karríer og hann svaraði auðvitað ljúfmannlega eins og við mátti búast. – Er Belmonte draumarulla fyrir…

Ethelwyn “Muff” Worden f. 17. jan. 1943, d. 25. ágúst 2006

Fallin er frá kær vinkona, tónlistarkennari, söngkona, lífskúnstner og mannvinur mikill, Ethelwyn “Muff” Worden. Muff var stofnfélagi Félags íslenskra söngkennara og var oft gott að leita til hennar um ýmis málefni sem viðkomu starfi félagsins. Hún kom til Seyðisfjarðar árið 1997 til afleysinga við Tónlistarskólann þar til eins árs, en henni var greinilega ætlað að…

Raddheilsa= tækni og sjálfsþekking

Sólrún Bragadóttir heldur námskeið í sumar þar sem m.a. verður farið í saumana á sambandi tækni og raddheilsu. Sólrún er með netfangið solabragad@privat.dk og heimasíðu www.solabraga.com Í augum margra tónlistarmanna erum við söngvarar alveg spes fígúrur. Sérstaklega hvað varðar okkar alkunnu hysteríu út af röddinni. Öll höfum við sjálfsagt einhvern tíma gengið í gegnum þessa…

Ingveldur Ýr með leiklistarnámskeið fyrir söngvara

Leiklistarnámskeið fyrir söngvara í vetur! Í vetur býð ég upp á námskeið í leiklist fyrir söngvara. Námskeiðin eru helgarnámskeið, byrja á föstudagskvöldi og standa fram á sunnudag og eru ætluð nemendum á miðstigi eða lengra komnum. Nemendur eiga að koma með þrjú verk utanbókar og er píanóleikari á staðnum. Á námskeiðinu eru kennd grunnatriði í…

Eyvi, Hlín og Marta í Skálholtskirkju 7. ág. kl. 15

Á lokatónleikum Sumartónleika í Skálholti mánudaginn 7. ágúst kl. 15 flytja Hlín Pétursdóttir, Marta Guðrún Halldórsdóttir og Eyjólfur Eyjólfsson einsöngvarakaflana úr Stabat Mater (Eia Mater, Tui nati, Virgo virginum og Quando corpus) eftir Luigi Boccherini, ásamt Camerarctica hópnum og Bachsveitinni undir stjórn Jaap Schröders. Einnig verða fluttir tveir kvintettar eftir Boccherini. Þetta eru síðustu forvöð…

Hallveig Rúnarsdóttir í Anima 22. júní kl. 12.15

Hallveig Rúnarsdóttir syngur á hádegistónleikum í söngskólanum Anima, Ingólfsstræti 8, fimmtudaginn 22. júní kl. 12.15. Árni Heimir Ingólfsson leikur á píanó. Hallveig og Árni flytja Lög úr Sjálfstæðu fólki eftir Atla Heimi Sveinsson og lög úr Pétri Gaut eftir Hjálmar H. Ragnarsson og lög úr söngleikjum eftir Stephen Sondheim. Tónleikarnir standa í u.þ.b. hálftíma og…

Thelma Hrönn Sigurdórsdóttir 3. júní kl. 16 í Salnum

Thelma Hrönn Sigurdórsdóttir sópran og Iwona Ösp Jagla píanóleikari, halda einsöngstónleika laugardaginn 3. júní, kl. 16.00 í Salnum í Kópavogi, og eru tónleikarnir liður í burtfararprófi Thelmu Hrannar frá Söngskólanum í Reykjavík, þar sem hún er söngnemandi Signýjar Sæmundsdóttur. Á efnisskránni eru m.a. íslenskir ljóðasöngvar eftir Karl O. Runólfsson, ljóðaflokkurinn On this Island eftir Benjamin…