Thelma Hrönn Sigurdórsdóttir 3. júní kl. 16 í Salnum

Thelma Hrönn Sigurdórsdóttir sópran og Iwona Ösp Jagla píanóleikari, halda einsöngstónleika laugardaginn 3. júní, kl. 16.00 í Salnum í Kópavogi, og eru tónleikarnir liður í burtfararprófi Thelmu Hrannar frá Söngskólanum í Reykjavík, þar sem hún er söngnemandi Signýjar Sæmundsdóttur.
Á efnisskránni eru m.a. íslenskir ljóðasöngvar eftir Karl O. Runólfsson, ljóðaflokkurinn On this Island eftir Benjamin Britten, aríur úr óperum eftir Mozart og Dvorák, og söngvar úr söngleikjum, en þar fær Thelma til liðs við sig samnemanda við Söngskólann, Ásgeir Pál Ágústsson baritón.
Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.


Comments

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *