Margur hugsar lítt um ástæður þess að röddin er ekki eins og hún á að sér – maður er ekki í “formi” arrrgh! Beiti ég röddinni vitlaust eða er kannski eitthvað annað að? Eða er þetta allt saman bara húmbúkk og hystería?
Laura Brooks Rice hélt námskeið sl. haust og talaði m.a. um raddheilsu.
Hún varaði við því sem hún kallaði “the show must go on syndrome” hjá nemendum, oft er betra að ráðleggja þeim að sleppa söngtímum og kóræfingum og jafna sig þegar hálsinn er ekki í lagi.
Einnig talaði hún um mikilvægi upphitunar, að hún sé róleg, en ekki sé hamast strax á öllu raddsviðinu með þjösnaskap. T.d. er varhugavert að fara með offorsi að röddinni þegar fólk kemur þreytt úr vinnu á kóræfingar.
Hún brýnir líka fyrir nemendum að tala á eðlilegu sviði og forðast hósta og eilífar ræskingar.
Raddvandamál stafi oft af ofnotkun, en ekki síður vegna rangrar beitingar raddarinnar í tali eða jafnvel almennu álagi. Þegar raddþreytu verður vart, er oft ekkert að sjá í læknisskoðun og við það er erfitt að eiga, eina ráðið er hvíld.
Líffræðileg vandamál eru hins vegar af ýmsum toga:
Hálsbólga – algengasti óvinur söngvarans. LBR talaði um ýmis lyf sem má mæla með við óþægindum í hálsi:
– Zink töflur þegar kvef er að byrja
– Alka-Seltzer
– Úr heilsubúðum:
o Bromalo, ananasþykkni sem fæst í heilsubúðum við bólgum
o Horse chestnut
o Fersk engiferrót í seyði
o Propolis (úr býflugum)
o GSE, þykkni úr greipaldini
Hnútar – þeir stækka eins og blaðra eftir nýja skó, oft þarf uppskurð til að fjarlægja þá.Sprungnar æðar (hemorrhage) – röddin verður hás eða jafnvel þagnar, þetta gerist t.d. þegar öskrað er á kappleikjum eða sungið heilar nætur í tjaldi.Bakflæði – veldur roða og þrota í hálsi á morgnana, varist sterkan mat og lyf (sumir borða aðeins soðið hvítkál daginn sem þeir eiga að syngja), hafið hærra undir höfðinu á næturnar. Við bakflæði má reyna “aloe vera gel”. Athugið http://doktor.is/Article.aspx?greinid=2046Skjaldkirtilsvandamál – við hormónabreytingarnar getur röddin orðið mött, óeðlilega djúp og glatar eðlilegum ljóma.Breytingaskeið – Röddin getur orðið loftkennd og brota í röddinni verður vart, eða hún dýpkarLyfjanotkun – Antihistamín, gleðipillur, getnaðarvarnarpillur eru varhugaverðar.Aldurshnignun – Algengt er eftir fertugt að röddin missi smám saman sveigjanleika.Uppskurðir – oft þarf að þjálfa upp sveigjanleika eftir uppskurði.Taugasjúkdómar – t.d. annað raddbandið lamast, kann að vera af völdum víruss eða genatengt, sem ekki er hægt að lækna, en þó er hægt að laga það með “lyftingu”.”Psychogenic” sjúkdómar – sjúklingur raddlaus, en engin ástæða sjáanleg, kemur stundum fyrir við andlegt áfall.
Mikilvægt:
– Hvíld og svefn. Einn dag í viku ætti röddin að fá að vera í friði frá raddvinnu.
– Takið ykkur tíma til að verða frísk af kvefi eða hálsbólgu. Hlífið röddinni og líkamanum
– Takið eftir því þegar þið ofreynið röddina. Talið við lækni ef þið finnið fyrir óþægindum í hálsi í meira en 10 daga
– Gætið þess að venja ykkur á rétta líkamsstöðu
– Gætið þess að hafa rétt rakastig heima við (40-50% raka)
– Gætið að vatnsbúskap líkamans með því að drekka 8 glös af vatni á dag
– Hugið ávallt að raddtækni þegar sungið er, ekki aðeins í söngtímum
– Notið röddina skynsamlega
– Þvoið hendur oft
– Hafið trefil fyrir vitunum í roki og látið ykkur almennt vera hlýtt á hálsi, höfði og fótum.
Varist:
– Eiturefni, svo sem tóbak, nefdóp eða áfengi
– Stressaðan lífsstíl
– Snertingu við fólk með smitandi sjúkdóma
– Að tala mikið eða of hátt, sérlega í hávaðasömu umhverfi, s.s. á skemmtistöðum (haldið hávaða í lágmarki í umhverfinu og notið röddina með stuðningi)
– Að ræskja sig sífellt (geispið frekar til að slaka hálsinn eða drekkið vatn)
– Öskur (notið frekar aðrar leiðir til að ná athygli, klappa, flauta o.s.frv.)
– Ofnotkun kvef- og ofnæmislyfja, einkum antihistamína og íbúprófens
– Að syngja utan marka raddarinnar (lærið að þekkja mörk raddsviðs og styrks)
– Að tala eintóna á lágu sviði (haldið röddinni gangandi með loftflæði svo að tónninn berist og raddsviðið sé fjölbreytilegt)
Fleira:
– Ekki fara í sund rétt áður en þú syngur, klórgufurnar þurrka.
– Ekki borða piparmyntur eða beiskan brjóstsykur (“hálstöflur” eins og Fisherman’s friends), mynta og eukalyptus þurrka upp raddböndin.
– Ekki drekka mjög heita eða mjög kalda drykki.
– Ekki borða ís áður en þú syngur, það er eins og að setja ís á lappirnar áður en þú ferð í kapphlaup.
– Ef þú ert að fara að syngja, loftið er of þurrt eða þú veist að rakastigið í hálsinum er rangt (þú nýkominn inn úr roki og kulda t.d.) má bjarga heilmiklu með því að sjóða vatn, setja í skál, setja andlitið yfir og handklæði þar yfir og anda að sér gufunni í 5-10 mínútur. Ekki koma þó svo nálægt með andlitið að það sé óþægilega heitt.
– Ef þú meiðir þig eða finnst þú taka á og pressa á röddina, hættu þá að syngja og hugsaðu, hugsaðu, hugsaðu, “back to basics”. Er hálsinn slakur og opinn? Er kjálkinn laus? Flýtur röddin í maskanum? Styðurðu við röddina án þess að pressa á hana? O.s.frv.
Rodalie Loeding, við Illinois Benedictine College setti saman 10 einföld boðorð til að halda góðri raddheilsu.
ÞÚ SKALT EKKI REYKJA! Reykingar valda óþægindum í hálsi og þurrka upp slímhimnur nefs og háls.ÞÚ SKALT EKKI ÞURRKA SLÍMHIMNURNAR! Haltu þeim rökum með því að:Drekka 7-8 glös af vatni á dagHalda loftinu röku. Notið rakatæki. Sumir halda því fram að þau geti safnað í sig bakteríum. Öruggt ætti að vera að sjóða heitt vatn í opinni kastarholu eða láta einfaldlega heitt vatn renna í vaski eða sturtu þegar loftið er þurrt. Þegar ofnar eru á fullu vill loftið verða þurrt. Einnig er loft í flugvélum og hótelum gjarnan þurrt.ÞÚ SKALT EKKI NOTA ÁFENGI Í MIKLU MAGNI! Það eyðileggur hormónið (ADH) í nýrnahettunum sem heldur vatninu inni í líkamanum (þess vegna pissar maður meira en maður drekkur af áfengi og vaknar þyrstur morguninn eftir) og minnkar getu slímhimna til að halda sér rökum.ÞÚ SKALT EKKI GERA HÁLSBÓLGU AUÐVELT UM VIK! Haltu rakastigi yfir 30%. Skv. rannsókn sem gerð var hjá Johnson Space Center drepur hátt rakastig veirur í andrúmsloftinu. Þegar slímhimnurnar eru þurrar, eru þær viðkvæmari fyrir hálssýkingum.ÞÚ SKALT EKKI NOTA ÁKVEÐIN LYF! Aspirín gerir háræðar viðkvæmari, svo að það getur valdið örfínum blæðingum kringum raddböndin. Notið frekar aspirín staðgengla, s.s. Tylenol (acetaminofen)Antihistamín þurrka slímhimnur. Ef þau eru tekin við ofnæmi, þekkið þá afleiðingarnar, andið að ykkur gufu og drekkið mikið af vökva.Kveftöflur eru gjarnan blanda af antihistamínum og aspiríni.Anabolisk lyf og androgen, t.d. í getnaðarvarnarpillum geta orsakað hormónaójafnvægi sem stundum dýpka kvenröddina og gera það að verkum að erfiðara er að syngja hreint. Margir læknar telja að slík einkenni gangi ekki til baka, jafnvel þó að hætt sé töku lyfsins.ÞÚ SKALT EKKI OFGERA RÖDDINNI! Skemmdir sem söng- og talrödd verða fyrir stafa langoftast af ofnotkun. Sparaðu röddina til að koma fram.ÞÚ SKALT EKKI TALA OF HÁTT!Öskraðu aldrei! Ekki einu sinni á spennandi fótboltaleik, ekki einu sinni af því það er svo gaman.Forðastu hrossahlátur – þannig slást raddböndin saman af miklu afli.Varastu að reyna að tala í gegnum hávaða, bílaumferð, flugvélar, diskótek o.s.frv.ÞÚ SKALT EKKI TALA HRATT! Það orsakar spennu í hálsvöðvunum sem svo aftur veldur því að barkinn situr í hárri stöðu – sem er voði fyrir söngvara, barkakýlið á einmitt að sitja afslappað og neðarlega þegar rétt er sungið og talað.ÞÚ SKALT EKKI BORÐA SÚKKULAÐI EÐA DREKKA MJÓLK áður en þú kemur fram! Það veldur mikilli slímmyndun.ÞÚ SKALT EKKI TALA EÐA SYNGJA Á RÖNGU TÓNSVIÐI! Þegar þú ert þreytt(ur) eða þér er illt í hálsinum vill röddin sitja á lægra tónsviði en henni er eðlilegt. Í röddinni er ákveðið tónsvið sem er röddinni eðlilegast, þar sem hún hljómar tær og notar minnst erfiði. Þú skalt ekki láta röddina detta niður í tónsviði jafnvel þó þú sért þreytt(ur) eða veik(ur).Endilega verið nú dugleg að senda mér á bebra@simnet.is um ykkar reynslu, svo við getum bætt því við hér. Hvað t.d. um kaffi? Hvað um siði fyrir tónleika? Fær ekki Domingo sér alltaf steik þremur tímum fyrir sýningu? Borðar ekki Elly Ameling alltaf tvo banana fyrir tónleika? Og svo er hægt að panta þessa fínu grasamixtúru, “Gullnu röddina”, sem söngvararnir í Peking óperunni nota:http://www.qualitychineseherbs.com/functions/vocalchords.htm á 18 $
Nokkrar áhugaverðar vefsíður:http://a2z-singing-tips.com/http://www.asha.org/public/speech/disorders/nodules_polyps.htm http://www.nidcd.nih.gov/health/voice/takingcare.asp
samantekt -b
Leave a Reply