Thelma Hrönn Sigurdórsdóttir 3. júní kl. 16 í Salnum
Thelma Hrönn Sigurdórsdóttir sópran og Iwona Ösp Jagla píanóleikari, halda einsöngstónleika laugardaginn 3. júní, kl. 16.00 í Salnum í Kópavogi, og eru tónleikarnir liður í burtfararprófi Thelmu Hrannar frá Söngskólanum í Reykjavík, þar sem hún er söngnemandi Signýjar Sæmundsdóttur. Á efnisskránni eru m.a. íslenskir ljóðasöngvar eftir Karl O. Runólfsson, ljóðaflokkurinn On this Island eftir Benjamin…