Viðtal við Finn Bjarnason – Ég er enn að læra að syngja!
1. okt. / bp Ég lofaði að spjalla betur við hann Finn. Eftir að hann hafði farið í sturtu og skolað af sér frumsýningarrykið fékk hann því spurningadembu yfir sig, m.a. um hlutverkin, skiptin yfir í tenór, fjölskyldulíf og karríer og hann svaraði auðvitað ljúfmannlega eins og við mátti búast. – Er Belmonte draumarulla fyrir…