Category: Uncategorized
-
Óperan Föðurlandið 26.-27. maí á Listahátíð
Mynd Albert Eiríksson Æfingar eru nú að komast á lokastig á óperunni “Le Pays”, eða Föðurlandinu, eftir Joseph-Guy Ropartz . Sýningar verða 26. maí kl. 20 og 27. maí kl. 16 í porti Listasafns Reykjavíkur, Hafnarhúsinu. Óperan er einstök fyrir það að hún gerist á Íslandi, eða rétt fyrir austan Höfn í Hornafirði á bænum…
-
Þórunn Elfa Stefánsdóttir í Snorrabúð 23. maí
Þórunn Elfa Stefánsdóttir sópran og Kristinn Örn Kristinsson píanóleikari halda tónleika í sal Söngskólans, Snorrabúð, að Snorrabraut 54, þriðjudaginn 23. maí kl. 20. Efnisskrá tónleikanna er fjölbreytt, en þar verða flutt sönglög eftir Pál Ísólfsson, Sígaunaljóð Brahms, aríur eftir Puccini, Dvorák og Lehár auk léttrar tónlist eftir m.a. Gershwin Aðgangseyrir er 1000 kr (enginn posi…
-
Glápt og hlerað á tónleikum og Söngskólapartýi
Hér eru nokkrar myndir af 20 ára söngafmælistónleikum Elínar Óskar Óskarsdóttur og úr prófdómarapartýi Söngskólans í Reykjavík, en Söngskólinn er í samstarfi við Royal Schools of Music og fær því árlega prófdómara frá Bretlandi. Er honum ævinlega haldið rómað hóf með góðum mat og miklum söng. Að þessu sinni var partýið hjá Hörpu Harðardóttur, söngkennara…
-
FÍS fundur 29. apríl – um EUROVOX þingið
Það var aldeilis notalegt á kaffifundinum í morgun, stungið saman nefjum og mikið spjallað. Mikið eru söngvarar annars skemmtilegt fólk. Hér má lesa það sem var helst rætt um: I. Evrópuþingið í Vínarborg 10.-13. ágúst Við fórum í gegnum dagskrána á og urðum alveg veik að fara. Vínarborg á þessum tíma verður auðvitað öll í…
-
Vorsveifla Domus Vox í Langholtskirkju 30. apríl
Vorsveifla – Sunnudagur til sigurs! Sönghúsið Domus Vox heldur tvenna tónleika sunnudaginn 30. apríl í Langholtskirkju kl. 16:00 og 18:00 undir stjórn Margrétar J. Pálmadóttur. Þetta eru styrktartónleikar og eru haldnir vegna flutnings sönghúss okkar að Laugavegi 116. Á tónleikunum koma fram Gospelsystur Reykjavíkur, Stúlknakór Reykjavíkur, Vox Junior og Vox feminae. Auk þeirra koma fram…
-
Tónlistarháskólinn í Trossingen – Jóhanna Halldórsdóttir
Eftir að Jóhanna Halldórsdóttir, altsöngkona, kláraði Tónlistarskólann í Reykjavík lagði hún stund á söngnám við barokkdeild Tónlistarháskólans í Trossingen í Þýskalandi og lauk þaðan framhaldsprófi árið 2002. Hér segir hún frá skólanum í Trossingen: Fyrir þá sem áhuga hafa á að sérhæfa sig í barokksöng eru nokkrir kostir í stöðunni. Ég nefni hér þrjá 1.…
-
Söngnám verður ekki borið saman við bóknám
Enn er barið á Grýlu kerlingu. Gaman að vita hvað þessi síða er að verða lifandi með heitum umræðum. Og nú eru menn farnir að skrifa undir nafni, sem er ennþá skemmtilegra “Sæl Grýla. Söngnám er allt annað en eitthvert bóknám sem þú vísar til. Ég ætla að giska á að þú sért annað hvort…
-
Til hamingju Þuríður!
Þuríður Pálsdóttir á afmæli í dag. Félagið sendir henni hjartanlegar hamingjuóskir í tilefni dagsins. Það er gaman að segja frá því að eftir u.þ.b. mánuð er von á þremur geisladiskum með söng Þuríðar, einn með íslenskum lögum, annar með óperuefni og sá þriðji með blönduðu efni (antikaríum, sálmasöng, ljóðasöng). Þessi útgáfa verður mikill fengur fyrir…
-
Söngleikjadeildin í Vínarborg og fleiri – Ívar Helgason
Ívar Helgason stundaði nám við söngleikjadeild Tónlistarháskólans í Vínarborg.Hér er heimasíðan hans: Ívar Hann er á ferð og flugi milli leikhúsa, en gaf sér stund milli Sviss og Stuttgart til að skrifa um nokkra söngleikjaskóla: Tónlistarháskólinn í Vínarborg http://www.mdw.ac.at/docs/_parent/start_vorstellung.htm Söngleikjadeildin í Universitàt für Musik und darstellende Kunst Wien er tveggja ára nám. Það þarf að…
-
Mozarteum í Salzburg – Einar Th. Guðmundsson
Einar Guðmundsson, baritón, sem er fastráðinn við Volksoper í Vínarborg, stundaði nám í Mozarteum tónlistarháskólanum í Salzburg: Heimasíða skólans er http://www.moz.ac.at/ Ég lauk 8. stigi heima og tók það próf með mér út glaður í bragði. Eftir fyrirsönginn var ég spurður hvað það þýddi að vera með 8. stigs próf, hvað ég hefði lært og…