Komdu í félagið
Félagsaðild kostar lítið. Félagið er virkt í skipulagningu viðburða fyrir sína félagsmenn, auk þess sem þetta er góður samræðuvettvangur fyrir okkur sem störfum í þessu fagi.
VOX DOMINI
Félagið stendur árlega fyrir söngkeppninni VOX DOMINI, þar sem söngvurum er gefinn kostur á að koma fram og taka þátt í ferli sem svipar til þess sem gerist í keppnum erlendis.
Hafðu samband
Við viljum heyra frá ykkur! Langar þig að koma með uppástungur til félagsins?
Ertu að leita að kennara?
Vantar ráðleggingar eða upplýsingar?
Velkomin
Heimasíðunni er haldið úti af Félagi íslenskra söngkennara. Félagið var stofnað 9. október 2005 og er ætlað að vera vettvangur fyrir söngkennara til að ræða saman um fagið og skiptast á upplýsingum. Félagið er aðili að alþjóðasamtökum söngkennara og gefast þar möguleikar fyrir félaga að hafa samband við kollega erlendis, fara á ráðstefnur og námskeið o.s.frv.
Tilgangur félagsins er að:
- stuðla að samskiptum og samstarfi söngkennara
- stuðla að símenntun og miðla upplýsingum þar að lútandi
- efla erlend samskipti