Það var aldeilis notalegt á kaffifundinum í morgun, stungið saman nefjum og mikið spjallað. Mikið eru söngvarar annars skemmtilegt fólk. Hér má lesa það sem var helst rætt um:
I. Evrópuþingið í Vínarborg 10.-13. ágúst
Við fórum í gegnum dagskrána á og urðum alveg veik að fara. Vínarborg á þessum tíma verður auðvitað öll í blóma!
UMSÓKNAREYÐUBLAÐ smellið hér
Þinggjald er 260 evrur, ef sótt er um fyrir 1. júní en 320 evrur eftir það. Hægt er að sækja um ferðastyrki hjá stéttarfélögum og fá greitt eftir á.
Gisting smellið hér
10. ágúst:
SKRÁNING kl. 10, borgarferð, dagskráin kynnt kl. 15 og síðan haldið í GALAMÓTTÖKU hjá borgarstjóra Vínarborgar.
11. ágúst
Dagurinn byrjar með Sibyl okkar Urbancic í FELDENKREIS eða í LEIKFIMI með Dorotheu Rönninger.
Á dagskránni verða svo:
MASTERCLASS, Rudolf Piernay frá Guildhall School of Music
MASTERCLASS, Margreet Honig , coach frá Hollandi, kennir við Amsterdam konservatoríið
SÖNGLEIKJAMÚSÍK OG BEL CANTO: Noell Turner
Hádegishlé
TÓNLEIKAR nemenda héðan og þaðan frá aðildarlöndum, þeir flytja nútímamúsík
SVIÐSFRAMKOMA, hvernig maður notar augun, hugmyndaflugið, augun, leik o.s.frv. Meribeth Dayme
RADDHEILSA, hvernig á að vernda röddina undir miklu álagi Dr. Schlömicher-Their
HEGÐUN GLOTTIS HJÁ KÓLÓRATÚRSÖNGKONUM dr. Johan Sundberg sem hefur gert merkilegar rannsóknir á þessu dæmalausa fyrirbæri, óperusöngvurum og óperusöng.
12. ágúst
JAZZ – KLASSÍK munurinn á tækni í klassískum og jazz söng, improvisation. Ines er rokk – sálar- jazz- og poppsöngkona og hefur ferðast um allan heim með eigin hljómsveit. Ines Reiger
SVISSNESKT JÓÐL Nadja Räss
DUDELN Í VÍNARLJÓÐINU (sem er á milli söngs og talsöngs) Agnes Palmisano
SKREYTINGAR OG APPOGGIATURUR á 18.-19. öld Hartmut Krones
GELDINGAR, TENÓRAR OG SÓPRANAR í Mozart óperum (t.d. idomeneo og Clemenza di Tito) Ank Reinders
BARNARADDIR, Wiltener drengjakórinn
HEURIGEN gleði og spánnýja vínið smakkað!!
13. ágúst
MASTERCLASS CHRISTA LUDWIG
WILTENER DRENGJAKÓRINN tónleikar
MÓTTAKA, sýning á DON GIOVANNI um kvöldið og PARTÍ á eftir!!
II. Gestafundir
Nokkrar tillögur komu fram um gestafyrirlesara í morgunkaffispjall hjá félaginu, t.d. Bo Rasmussen, HNE læknir Konunglegu dönsku óperunnar, Sverrir Guðjónsson (Alexander-tækni), Bryndís Guðmundsdóttir, talmeinafræðingur, Anna Júlíana Sveinsdóttir (vafrað í gegnum aldirnar), Jón Þorsteinsson (Lichtenberg), Gunnar Eyjólfsson (öndun), Kári Halldór (leikræn tjáning), Hera Björk (“complete technique”) o.fl. Verður þetta kannað til hausts. Komið með fleiri tillögur, ef ykkur dettur eitthvað fleira skemmtilegt í hug!
III. FÍS gildur limur í EVTA
Í Vox Humana, blaði evrópska söngkennarasambandsins, EVTA, er FÍS boðið velkomið í grein sem heitir Island willkommen! Þar er kveðja frá 14 löndum sem bjóða okkur velkomin. Síðan við fengum inngöngu, hefur einnig Spánn orðið aðili að sambandinu. Í blaðinu er einnig grein eftir Sibyl Urbancic um Feldenkreis og í því sambandi eru innlegg frá eivöru, Ólöfu Kolbrúnu og Rannveigu Braga. Sibyl verður á Eurovox með workshop eins og kemur fram að ofan.
-bp
Leave a Reply