Category: Viðtöl

  • Guðmunda Elíasdóttir

    Guðmunda Elíasdóttir setur svip á bæinn. Hún er litríkur lífskúnstner og óhætt er að fullyrða að bók Ingólfs Margeirssonar, “Lífsjátning” þar sem Guðmunda segir sögu sína, lætur engan ósnortinn. Þeir sem vilja kynnast betur mannlegri hlýju og lífsbaráttu, stórbrotnum karakter, hreinskilni og glæstum ferli Guðmundu ættu því að arka beint á bókasafnið og verða sér…

  • Jón Sigurbjörnsson

    „Og nú er hann fjórfaldur!” Hin volduga djúpa bassarödd Jóns Sigurbjörnssonar hefur yljað landanum um áratugaskeið. Ásareiðin eftir Sigvalda Kaldalóns eða Suðurnesjamenn eru dæmi um lög sem hann hefur gert ódauðleg, en af mörgu er að taka, til dæmis er til frábær upptaka af Verdi Requiem með Jóni í útvarpinu. Escamillo, Sparafucile, Þrymur og fleiri…

  • Jónas Ingimundarson

    Jónas var að koma frá Rússlandi og er himinlifandi yfir því sem hann upplifði. Hann hitti Galinu Pisarenko, sem var í hópi glæstustu söngvara Rússa í tugi ára. Galina hélt masterklassa í LHÍ í haust, sem alltof margir söngkennarar létu fram hjá sér fara, illu heilli. Hún leiddi hann út um allt, í óperuna, inn…

  • Rut L. Magnússon

    Það var sannkallaður hvalreki fyrir íslenskt tónlistarlíf þegar Rut Magnússon, mezzósópran, fluttist hingað til lands frá London. Hún hefur nú látið hendur standa fram úr ermum sl. 40 ár. Listfengi af bestu sort, fögur rödd og skörp greind hafa ávallt verið hennar aðalsmerki og margir minnast glæsilegra afreka hennar með gleði. Sumum þykir hún hafa…

  • Sieglinde Kahmann

    Sieglinde Kahmann er reynslubolti. Góðkunningjar hennar í tugi ára á sviðinu voru nöfn eins og Fritz Wunderlich, Martha Mödl og Wolfgang Windgassen. Til er firnafögur hljóðritun með Sieglinde og Fritz Wunderlich í óperunni „Fierrabras” – smellið hér – eftir Franz Schubert. Þau Sigurður Björnsson, eiginmaður hennar og tenór með meiru, áttu afskaplega farsælan feril á…