Söngkeppnin VOX DOMINI
Þátttökureglur
1.grein
1.1
Söngkeppni Félags íslenskra söngkennara (FÍS) er haldin annað hvert ár.
1.2
Dómnefnd samanstendur af 3-5 dómurum.
Í forkeppni og undanúrslitum (ef við á) velur dómnefnd keppendur.
Í úrslitakeppni er dómnefnd skipuð 5 dómurum, þar af 1-2 úr stjórn FÍS.
1.3
Dómnefnd er skipuð á eftirfarandi hátt:
Forkeppni
3 dómarar þar af einn úr stjórn FÍS ásamt tveimur fagaðilum.
Úrslit
5 dómarar þar af 1-2 úr stjórn FÍS ásamt 3-4 fagaðilum.
Formaður dómnefndar er alltaf formaður FÍS.
2.grein
2.1
Keppnin er opin öllum söngvurum sem stundað hafa nám í íslenskum tónlistarskóla. Þátttakendur þurfa undantekningarlaust að hafa lokið tilskildum prófum sem farið er fram á í hverjum flokki.
2.2.
Umsóknarfrestur rennur út samkvæmt auglýstum tíma hverju sinni. Umsóknum verður svarað eigi síðar en þremur vikum fyrir keppni.
2.3
Þátttökugjald er ákveðið af stjórn FÍS hverju sinni.
3. grein
3.1.
Umsókn er skilað rafrænt á heimasíðu FÍS.
Á umsókn þarf að koma fram:
– Nafn, kennitala, netfang og sími, auk raddtegundar keppanda.
– Stutt lýsing námsferils. Þar skulu m.a. koma fram nöfn allra söngkennara á námsferlinum.
– Staðfestur vitnisburður um að viðkomandi hafi lokið tilskildum prófum.
– Lagaval skal vera í samræmi við námsstig (sjá aðalnámskrá tónlistarskóla-einsöngur 2002).
Einnig má styðjast við leiðbeinandi lagalista á heimasíðu keppninnar.
– Kennitala foreldris eða forráðamanns, sé keppandi ekki orðinn 18 ára.
Umsókn telst ekki gild nema öllum ofangreindum atriðum sé fullnægt.
3.2
Keppandi þarf að greiða þátttökugjald við skráningu í keppnina, annars telst skráningin ekki gild.
4. grein
4.1
Dómnefnd áskilur sér rétt til að hafna ófullnægjandi umsóknum.
4.2
Sé umsókn hafnað er þátttökugjald endurgreitt.
4.3
Dragi umsækjandi sig úr keppni eftir að hafa fengið staðfestingu um þátttöku,
er þátttökugjald ekki endurgreitt.
5. grein
5.1
FÍS áskilur sér allan rétt á hljóðritunum, ljósmyndum og myndbandsupptökum sem
gerðar verða í keppninni. Þar með talin er bein útsending á samfélagsmiðlum,
Youtube-síðu keppninnar og heimasíðu.
5.2
FÍS áskilur sér rétt til að opna keppnina almenningi til áheyrnar
bæði í forkeppni og úrslitum gegn greiðslu aðgangseyris.
6. grein
Keppnisflokkarnir eru þrír:
Framhaldsflokkur
Þeir sem lokið hafa miðstigi og öllum tilskildum aukagreinum.
Háskólaflokkur
Þeir sem lokið hafa framhaldsstigi og öllum tilskildum aukagreinum.
Þeir sem komnir eru í söngnám á háskólastigi.
Opinn flokkur
Þeir sem lokið hafa háskólaprófi í söng, B.mus, master eða sambærilegum prófum.
Opinn flokkur er ætlaður þeim söngvurum sem eru að stíga sín fyrstu skref að námi loknu en
þó ekki atvinnusöngvurum sem hafa starfað í fimm ár eða lengur.
7. grein
Reglur fyrir Framhaldsflokk, Háskólaflokk og Opinn flokk
7.1
Keppandi velur eitt íslenskt lag eftir tónskáld keppninnar til að flytja í forkeppni.
Keppendur þurfa auk þess að velja tvær óperuaríur og eitt ljóð að eigin vali eða af gefnum listum.
7.2
Í forkeppninni velur dómnefnd einn keppanda sem hlýtur verðlaun fyrir framúrskarandi flutning á sönglagi eftir tónskáld ársins. Verðlaunaafhending fer fram að lokinni úrslitakeppni og mun verðlaunahafi flytja lagið á úrslitakvöldi keppninnar.
7.3
Tónskáld keppninnar er valið af stjórn FÍS ár hvert.
8. grein
Öll verkefni skulu flutt á upprunalegu tungumáli.
9. grein
9.1
FÍS útvegar meðleikara fyrir hvern flokk, ekki er heimilt að koma með eigin meðleikara í keppnina.
9.2
Þátttakendum gefst kostur á stuttu rennsli með meðleikara fyrir forkeppni og úrslitakeppni.
Tímasetning er gefin út af stjórn FÍS.
9.3
Dregið er um röð keppenda í forkeppni og í úrslitakeppninni.
10. grein
10.1
Keppnin er haldin í tveimur áföngum, forkeppni og úrslitum.
10.2
Forkeppni
Allir keppendur flytja eitt íslenskt sönglag eftir tónskáld keppninnar og ljóð eða aríu að eigin vali.
10.3
Úrslit
Keppandi flytur eitt íslenskt sönglag eftir tónskáld keppninnar (má vera sama lag og í forkeppni) auk óperuaríu og ljóðs að eigin vali eða af fyrirfram gefnum lagalistum sé um slíkt að ræða.
Verkefnaval skal sýna ólíkar stíltegundir og í það minnsta tvö tungumál auk íslensku.
Heildarflutningur keppanda í úrslitakeppni má að hámarki taka 12 mínútur.
11. grein
Verðlaun
Aðalverðlaun keppninnar kallast Rödd ársins og getur verðlaunahafi komið úr hvaða flokki sem er.
Veitt eru verðlaun fyrir fyrsta, annað og þriðja sæti hvers keppnisflokks.
Veitt eru ein verðlaun fyrir framúrskarandi flutning á lagi eftir tónskáld keppninnar.
Veitt eru áhorfendaverðlaun.
12. grein
Reglur söngkeppninnar eru ákveðnar af stjórn FÍS sem áskilur sér rétt til að breyta þeim.