Hvernig get ég tekið þátt?
Fyrst þarftu að kynna þér reglur keppninar sem finna má hér.
Þvínæst þarftu að skrá þig þegar opnað hefur verið fyrir umsóknir og það er hér.
Hversvegna söngkeppni í klassískum söng?
Stór hluti af fyrstu skrefum söngvara er að taka þátt í keppnum og syngja fyrir umboðsmenn og óperuhús. Það þarfnast mikils undirbúnings bæði tónlistarlega og andlega og er keppni sem þessi ætluð til að hjálpa söngvurum að finna hvað í því felst að vera söngvari.
Þú færð líka tækifæri til að vinna með færustu píanóleikurum landsins og koma fram í einum besta tónleikasal landsins.
Hvernig á ég að undirbúa mig?
Það er mjög misjafnt eftir fólki hvernig undirbúningur hentar best. En lykilatriðin eru þessi:
- Kynntu þér reglurnar vel
- Byrjaðu strax á að skrifa niður og þýða alla texta
- Ef lagið er á íslensku, vertu þá alveg viss um hvað textinn þýðir
- Vertu búin/n að læra allt utanbókar vel fyrir keppnina, það er einn stærsti þátturinn í að draga úr stressi
- Farðu yfir öll lög með píanóleikaranum þínum og söngkennara
- Fylgstu vel með fréttum á Facebooksíðu keppninnar
- Andlegur undirbúningur er einnig mikilvægur:
- Taktu þér tíma og lokaðu augunum og sjáðu fyrir þér hversu skemmtilegt og gefandi þetta verður
- Andaðu djúpt og farðu yfir allan flutninginn í huganum, reyndu að sjá hann fyrir þér eins lifandi og hægt er.
Hvenær er keppnin haldin?
Keppnin var upphaflega haldin árlega en ákveðið var að breyta fyrirkomulaginu í annaðhvert ár. Reikna má með að keppnin fari framvegis fram á sléttum tölum (2026, 2028, 2030 osfrv)
Fylgist vel með á Facebooksíðu keppninar
Kostar eitthvað að taka þátt?
Innheimt er þáttökugjald en uppæðin er ákveðið fyrir hverja keppni, og er ætlað að standa straum af kostnaði við æfingar keppenda með píanóleikurum keppninnar. Reynt er að hafa halda allri gjaldtöku í lágmarki.
Annar kostnaður við keppnina er greiddur af Félagi íslenkskra söngkennara.
Hvaða verðlaun eru í boði?
Undanfarin ár hefur félagið kappkostað að hafa alla vinninga í formi upplifana, svosem eins og tónleikahald, þáttaka í masterklass, miðar á listviðburði og sýningar. Auk nafnbótarinnar fyrir fyrsta sæti keppninnar sem er “Rödd ársins”.
Hverjir eru í dómnefnd?
Dómnefnd keppninnar er ávallt skipuð reynslumiklum tónlistarmönnum sem hafa mikla þekkingu á bæði á klassískum söng og sviðslistum klassískrar tónlistar. Formaður FÍS er formaður dómnefndar.