Bergþór Pálsson

Guðmunda Elíasdóttir

Guðmunda Elíasdóttir er litríkur lífskúnstner og merkur söngkennari. Þrátt fyrir háan aldur, ber hún sig vel, svífur um léttstíg og hlær og skríkir eins og ungpía. Við heimsóttum hana á Vesturgötunni til að biðja hana að ljóstra einu og öðru upp um rómaðar aðferðir hennar við söngkennslu, en hún hefur verið við kennslu í yfir 60 ár. Meðal margra líkinga sem hún notast við í kennslu, er „öfuga vaskafatið” sem lýsir fullkomlega hvernig þindin á að virka við söng.

Read article
Sieglinde Kahmann

Sieglinde Kahmann er þýsk óperusöngkona og söngkennari sem átti farsælan feril á árunum 1956-1977 ásamt frægum söngvurum eins og Fritz Wunderlich og Martha Mödl við óperuhús í Stuttgart, München og Graz. Eftir að hún og eiginmaður hennar Sigurður Björnsson fluttu til Íslands árið 1977, hóf hún kennslu við tónlistarskóla í Reykjavík og varð öflugur liðsstyrkur við íslenskt sönglíf. Hún er reynslubolti með djúpa þekkingu á söngtækni og kennslu, og hefur einstaklega þægilega framkomu, en fyrst og fremst er hún heiðarleg og alltaf stutt í brosið, glens og gaman.

Read article