Guðmunda Elíasdóttir
Guðmunda Elíasdóttir er litríkur lífskúnstner og merkur söngkennari. Þrátt fyrir háan aldur, ber hún sig vel, svífur um léttstíg og hlær og skríkir eins og ungpía. Við heimsóttum hana á Vesturgötunni til að biðja hana að ljóstra einu og öðru upp um rómaðar aðferðir hennar við söngkennslu, en hún hefur verið við kennslu í yfir 60 ár. Meðal margra líkinga sem hún notast við í kennslu, er „öfuga vaskafatið” sem lýsir fullkomlega hvernig þindin á að virka við söng.
Read article