Um félagið
Heimasíðunni er haldið úti af Félagi íslenskra söngkennara. Félagið var stofnað 9. október 2005 og er ætlað að vera vettvangur fyrir söngkennara til að ræða saman um fagið og skiptast á upplýsingum.
Félagið er aðili að alþjóðasamtökum söngkennara(EVTA) og gefast þar möguleikar fyrir félaga að hafa samband við kollega erlendis, fara á ráðstefnur og námskeið o.s.frv.
Tilgangur félagsins er að:
- stuðla að samskiptum og samstarfi söngkennara
- stuðla að símenntun og miðla upplýsingum þar að lútandi
- efla erlend samskipti

Viltu ganga í félagið?
Við viljum endilega heyra frá þér, og taka á móti þér í félagið. Sendu okkur endilega umsókn hér fyrir neðan.