Næsta keppni fer fram 2026

Nánar upplýsingar um keppnina og opnun fyrir skráningu verður sett inn á Instagram, Facebook og hér á þessa síðu, þegar nær dregur.
Raddir ársins 2017-2024
Vox Domini var haldin í fyrsta sinn í janúar 2017 og fór þátttaka fram úr björtustu vonum. 

Félag íslenskra söngkennara (FÍS) stendur fyrir söngkeppnininni Vox Domini, en hún er fyrst og fremst hugsuð fyrir söngvara og nemendur í klassískum söng sem eru að stíga sín fyrstu skref á ferlinum. 

Fyrir nokkrum áratugum var keppni af þessu tagi haldin af RÚV, en að öðru leyti hefur vettvangur sem þessi ekki verið í boði fyrir nemendur íslenskra tónlistarskóla með reglulegum hætti fyrr en nú. 

Umgjörð keppninnar er svipuð og í keppnum erlendis, dómnefnd verður ætíð skipuð aðilum sem hafa mikla reynslu á sviði sönglistar.  

2024

Rödd ársins 2024
Hanna Ágústa Olgeirsdóttir

Opinn flokkur
1.sæti  Hanna Ágústa Olgeirsdóttir
2.sæti Einar Stefánsson
3.sæti Snæfríður Björnsdóttir

Háskólaflokkur
1.sæti  Halldóra Ósk Helgadóttir
2.sæti Ellert Blær Guðjónsson
3.sæti Bryndís Ásta Magnúsdóttir

Framhaldsflokkur
1.sæti 
Óskar Andri Bjartmarsson
2.sæti Björn Ari Örvarsson
3.sætiLaufey Ósk Jóns

Besti flutningur á lagi
Hildigunnar Rúnarsdóttur

Vera Hjördís Matsdóttir

2022

Rödd ársins 2022
Ragnheiður Ingunn

Háskólaflokkur
1. sæti
og Áhorfendaverðlaun Salný Vala Óskarsdóttir
2. sæti Elín Arna Aspelund
3. sæti Sigurbjörg Telma Sveinsdóttir

Framhaldsflokkur
1. sæti
Margrét Björk Daðadóttir
2. sæti Ellert Blær Guðjónsson
3. sætiTinna Margrét Hrafnkelsdóttir

 

Besti flutningur á lögum
Hreiðars Inga Þorsteinssonar

1. Guðrún Brjánsdóttir
2. Lísa Marý Viðarsdóttir
3. Salný Vala Óskarsdóttir

2020

Rödd ársins 2020
Gunnlaugur Bjarnason

Opinn flokkur
Eliska Helikarova

Háskólaflokkur
1. sæti
Áslákur Ingvarsson
2. sæti Ragnheiður Ingunn Jóhannsdóttir
3. sæti Fredrik Schjerve

Framhaldsflokkur
1. sæti
og Rödd ársinsGunnlaugur Bjarnason
2. sæti Ólafur Freyr Birkisson
3. sætiTinna Þorvaldsdóttir Önnudóttir

Áhorfendaverðlaun
Pétur Ernir Svavarsson

Besti flutningur á lögum
Gunnsteins Ólafssonar

Gömul vísa um vorið
Erik Waldeland

Tálsýn
Pétur Ernir Svavarsson

Vertu hamingja mín
Ragnheiður Ingunn Jóhannsdóttir

Stráin slítandi(úr Baldursbrá)
Gunnlaugur Bjarnason

2019

Rödd ársins 2019
Harpa Ósk Björnsdóttir

Opinn flokkur
1. sæti
Jóhann Schram Reed
2. sæti – Heiðdís Hanna Sigurðardóttir
3. sæti – Guðmundur Karl Eiríksson

Háskólaflokkur
1. sæti
Harpa Ósk Björnsdóttir
2. sæti – Guðfinnur Sveinsson
3. sæti – Guðný Guðmundsdóttir

Framhaldsflokkur
1. sæti –
Þórhildur Steinunn Kristinsdóttir
2. sæti – Heiðrún Vala Einarsdóttir
3. sæti – Áslákur Ingvarsson

Áhorfendaverðlaun
Harpa Ósk Björnsdóttir

2018

Rödd ársins 2018
Íris Björk Gunnarsdóttir

Opinn flokkur
1. sæti
Íris Björk Gunnarsdóttir
2. sætiSólveig Sigurðardóttir
3. sæti– Dagur Þorgrímsson

Framhaldsflokkur
1. sæti
Ásta Marý Stefánsdóttir
2. sæti Sigurður Vignir Jóhannsson
3. sætiÞórhildur Steinunn Kristinsdóttir

Miðflokkur
1. sæti
Ólafur Freyr Birkisson
2. sæti Katrín Eir Óðinsdóttir
3. sæti Vera Sif Brynjudóttir

Áhorfendaverðlaun
Sólveig Sigurðardóttir

2017

Rödd ársins 2017

Marta Kristín Friðriksdóttir

Opinn flokkur
1. sæti
 – Marta Kristín Friðriksdóttir
2. sæti – Gunnar Björn Jónsson
3. sæti – Gunnlaugur Jón Ingason

Framhaldsflokkur
1. sæti –
Ari Ólafsson
2. sæti – Jóhann Freyr Óðinsson
3. sæti – Einar Dagur Jónsson

Miðflokkur
1. sæti –
Aron Ottó Jóhannsson
2. sæti – Ragnar Pétur Jóhannsson
3. sæti – Jökull Sindri Gunnarsson

Spurt og svarað

Flestum spurningum er svarað í reglum keppninnar.
Til að lesa reglur keppninnar smellið hér.

Hversvegna á ég að taka þátt?

Keppni sem þessi veitir þáttakendum mikilvægan undirbúning fyrir að starfa sem söngvari. 

Stór hluti af fyrstu skrefum söngvara er að taka þátt í keppnum og syngja fyrir umboðsmenn og óperuhús.  Það þarfnast mikils undirbúnings bæði tónlistarlega og andlega og er keppni sem þessi ætluð til að hjálpa söngvurum að finna hvað í því felst að vera söngvari.

Þú færð líka tækifæri til að vinna með færustu píanóleikurum landsins og koma fram í einum besta tónleikasal landsins.

Það er mjög misjafnt eftir fólki hvernig undirbúningur hentar best. En lykilatriðin eru þessi:

  • Kynntu þér reglurnar vel
  • Byrjaðu strax á að skrifa niður og þýða alla texta
  • Ef lagið er á íslensku, vertu þá alveg viss um hvað textinn þýðir
  • Vertu búin/n að læra allt utanbókar vel fyrir keppnina, það er einn stærsti þátturinn í að draga úr stressi
  • Farðu yfir öll lög með píanóleikaranum þínum og söngkennara
  • Fylgstu vel með fréttum á Facebooksíðu keppninnar
  • Andlegur undirbúningur er einnig mikilvægur:
    • Taktu þér tíma og lokaðu augunum og sjáðu fyrir þér hversu skemmtilegt og gefandi þetta verður
    • Andaðu djúpt og farðu yfir allan flutninginn í huganum, reyndu að sjá hann fyrir þér eins lifandi og hægt er.

Keppnin er haldin annað hvert ár af Félagi íslenskra söngkennara (FÍS).

Keppnin er opin öllum söngvurum sem hafa stundað nám í íslenskum tónlistarskóla og lokið tilskildum prófum sem farið er fram á í hverjum flokki.
Til að sjá nánar um reglur keppninar smellið hér.

Keppnisflokkarnir eru þrír:

  • Framhaldsflokkur: Fyrir þá sem hafa lokið miðstigi og öllum tilskildum aukagreinum.

  • Háskólaflokkur: Fyrir þá sem hafa lokið framhaldsstigi og öllum tilskildum aukagreinum, eða eru komnir í söngnám á háskólastigi.

  • Opinn flokkur: Fyrir þá sem hafa lokið háskólaprófi í söng (B.mus, master eða sambærilegum prófum) og eru að stíga sín fyrstu skref að námi loknu, en þó ekki atvinnusöngvarar sem hafa starfað í fimm ár eða lengur.

Það hafa oft komið upp gagnrýnisraddir um að það sé ekki hægt að keppa í söng og það er í grunnin alveg rétt.  En keppni sem þessi er fyrst og fremst hugsuð sem undirbúningur fyrir líf söngvarans.

Hvar sem þú kemur og hvert sem þú ferð þá þarftu alltaf að “selja þig” með því að taka þátt í áheyrnarprufum og keppnum.  Líf söngvarans er í grunninn lítið annað en endalaus keppni.

Fyrir utan góðan undirbúning fyrir lífið erlendis, eru margskonar viðburðir og tækifæri sem koma út úr svona keppni. 

Þeir söngvarar sem hafa farið með sigur af hólmi hafa allir getið sér gott orð í íslensku sönglífi. Bæði sér félagið um að koma út fréttatilkynningum um söngvarana en einnig eru veitt verðlaun í formi tónleikaviðburða og þáttöku í öðrum menningartengdum viðburðum.

© 2025 Allur réttur áskilinn.