Keppnin var haldin í fyrsta sinn í janúar 2017.
Félag íslenskra söngkennara (FÍS) stendur fyrir söngkeppnininni Vox Domini, en hún er fyrst og fremst hugsuð fyrir söngvara og nemendur í klassískum söng sem eru að stíga sín fyrstu skref á ferlinum.
Fyrir nokkrum áratugum var keppni af þessu tagi haldin af RÚV, en að öðru leyti hefur vettvangur sem þessi ekki verið í boði fyrir nemendur íslenskra tónlistarskóla með reglulegum hætti fyrr en nú.
Umgjörð keppninnar er svipuð og í keppnum erlendis, dómnefnd verður ætíð skipuð aðilum sem hafa mikla reynslu á sviði sönglistar.