Hér eiga að koma inn söngvarabrandarar, helst einn á dag: Elsku, verið dugleg að senda inn brandara á fis@fisis.is
11. apríl: Hver er skilgreiningin á karlakvartett? Þrír karlmenn og einn tenór.
12. apríl: Hvað þarf marga tenóra til að skipta um ljósaperu? Sex. Einn til að skipta um peruna og fimm til að nöldra um að þetta sé alltof hátt fyrir hann.
13. apríl: Hver er munurinn á sópran og hryðjuverkamanni?
Það er hægt að semja við hryðjuverkamanninn.
14. apríl: Hvaða hlekk vantar í þróunarkeðjuna milli bassa og apa? Baritón
15. apríl: Mamma, af hverju stendurðu alltaf við gluggann þegar ég er að æfa skala?
Ég vil ekki að fólk haldi að ég stundi líkamlegt ofbeldi….
16. apríl: Hvernig fær maður tvo baritóna til að syngja í unison?
Með því að skjóta annan þeirra.
17. apríl: Hver er munurinn á sópransöngkonu og sjimpansa?
Það er vísindalega sannað að sjimpansar geta átt eðlileg samskipti við fólk
18. apríl: Í gær voru tónleikar á Akureyri. Það var gaman. Ég söng þar í Skálholtsmessu Hróðmars Inga og svo var fluttur annar hluti, páskahluti, úr Messíasi. Þar syngur tenórinn meðal annars aríuna Behold and see.
Behold and see
if there be any sorrow
like unto his sorrow
Lítill drengur á fyrsta bekk hvíslaði stundarhátt að pabba sínum: Pabbi! Hann er að syngja um Zorro! (Af bloggsíðu Þorbjörns)
19. apríl: Hvað fá baritónar yfirleitt á greindarprófum?
Pappír til að þurrka slefuna.
20. apríl: Hvað þarf marga sóprana til að skipta um ljósaperu?
Eina. Hún heldur á perunni og heimurinn snýst í kringum hana
21. apríl: Hvað eru þeir kallaðir sem hanga mikið í kringum söngvara?
Baritónar.
22. apríl: Hvar er resonansinn í tenórum?
Þar sem heilinn er í öðru fólki.
23. apríl: Hver er munurinn á sópransöngkonu og nauti í nautaati?
Skartgripirnir.
24. apríl: Það er ekkert sem ég elska eins og hljóminn í kontratenór, ja, nema ef vera skyldi hljóðin í kjúklingi sem er fastur í ryksugu.
25. apríl: Pick-up lína baritóns:: Tenórar komast hátt vegna þess að það er engin fyrirstaða fyrir ofan raddböndin, þar er bara holrými. Bassar komast djúpt vegna þess að það er engin fyrirstaða fyrir neðan raddböndin, það er bara grautur þarna niðri. Baritónar eru aftur á móti með fyrirstöðu bæði uppi og niðri. Geluru?
26. apríl: Af hverju eru baritónar með 1 grammi þyngri heila en hestar?
Til þess að þeir kúki ekki á sig í skrúðgöngum
27. apríl: Tenórinn er að fara að syngja La donna è mobile á tónleikum. Píanistinn hvíslar að honum rétt áður en þeir fara inn á svið: “Heyrðu, prófum að taka aðeins öðruvísi útgáfu. Eftir tvo og hálfan takt af forspilinu byrjarðu á öðru erindinu lítilli þríund ofar, ferð í fyrsta erindið eftir 11 takta, skiptir þá um tóntegund niður um hálfan tón og rétt áður en arían er búin byrjarðu aftur á byrjuninni, en trítónus ofar og heldur svo háa tóninum í lokin þangað til þú verður blár í framan. Ok, ertu til?” “Bíddu, bíddu, þetta er alltof flókið, hvernig í fjandanum á ég að ná þessu?” grípur tenórinn fram í. “Hva, þú gerðir þetta svo agalega vel í gær”.
28. apríl: Hvernig er hægt að fá augun í tenór til að tindra?
Með því að beina vasaljósi í eyrað á honum.
29. apríl: Hvernig er hægt að sjá í síðasta þættinum af Don Giovanni að það er kominn bassasöngvari í staðinn fyrir styttuna af commendatore?
Styttan verður alveg líflaus í framan
30. apríl: Hver er munurinn á garðsláttuvél og baritón?
Það er hægt að stilla garðsláttuvélina.
1. maí: Baritón lést og fór til himna. Lykla-Pétur spurði hann: Jæja, hvað söngst þú oft vitlausar nótur um ævina?
“Þrisvar”, svaraði baritóninn.
“Þrisvar, vinir mínir”, sagði Pétur og þá kom engill sem stakk baritóninn þrisvar með nál.
“Ái, hvað á þetta að þýða?” spurði baritóninn.
Pétur útskýrði að á himnum væri allir söngvarar stungnir einu sinni með nál fyrir hverja vitlausa nótu sem þeir sungu á jörðinni.
“Ó”, segir baritóninn og ætlar að fara að ganga inn um hliðið þegar hann heyrir allt í einu geðveikt öskur að innan.
“Almáttugur, hvað er þetta?” spurði hann og hryllti sig. “Æi, greyið”, sagði Pétur, “þetta er tenór sem við fengum fyrir nokkru. Hann er að byrja þriðju vikuna í saumavélinni.”
2. maí: Hvað sér maður þegar maður kíkir upp undir pils hjá sópransöngkonu?
Tenór.
3. maí: Hver er munurinn á sópransöngkonu og Rottweiler hundi?
Sópransöngkonan er oftast með varalit.
4. maí: Hvað þarf marga bassa til að skipta um ljósaperu?
Engan. Þeir vilja frekar vera bara í myrkrinu heldur en að standa í svoleiðis veseni.
5. maí: Hvernig færðu tenór til að hætta að syngja?
Láttu hann hafa nótur til að lesa.
6. maí: Af hverju er hléð í Íslensku Óperunni aðeins 20 mínútur?
Annars þarf Kurt að hlaupa með tenórinn upp í æfingaherbergi til að kenna honum hlutverkið aftur.
7. maí: Hvernig veit maður að bassi er dauður?
Hver er munurinn?
8. maí: Hvernig sér maður að Wagner sópransöngkona er dauð?
Hestunum virðist mjög létt.
9. maí: Hver er helsta getnaðarvörn baritóna?
Montið veldur því að þeir fá aldrei neitt.
10. maí: Hvernig má það vera að Pavarotti hafi við upphaf lífs síns synt hraðar en milljón aðrar sæðisfrumur?
11. maí: Hvað þarf margar sópransöngkonur til að skipta um ljósaperu?
Fjórar. Eina til að skipta um ljósaperuna og þrjár til að draga stólinn undan henni.
12. maí: Sönn saga: Tenór sagði í viðtali að hann ætti að syngja þrjú titilhlutverk á næsta leikári: Ótelló, Samson og Forza del Destino.
13. maí: Hver er munurinn á Wagner-söngkonu og útkastara?
Útkastarar eru oftast ósminkaðir.
14. maí: Kólóratúra: söngkona sem finnur aldrei réttu nótuna, en virðist finnast ótrúlega gaman að leita að henni.
15. maí: Hver er munurinn á kven-alt og karl-alt?
Karl-altinn er ekki með hár á bakinu.
16. maí: Af hverju eru sópranbrandarar alltaf bara ein setning?
Til að tenórarnir nái þeim.
17. maí: Í uppfærslu Metropolitan á Niflungahringnum heimtaði Herbert von Karajan hafa mjög litla lýsingu á sviðinu. Afmælisbarn dagsins, Birgit Nilsson, var ekki ánægð með það og mætti næsta dag á æfingu með námumannshjálm með ljósi framan á.
18. maí: Hver er munurinn á súprettum og kóbraslöngum?
Það er til fólk sem þykir vænt um kóbraslöngur.
19. maí: Hvernig veit maður að bassi er dauður?
Hann er dauður þegar hann hreyfist ekkert ef maður heldur á greiðsluávísun fyrir framan nefið á honum (en ekki láta blekkjast, örlitlir kippir geta haldið áfram nokkrum tímum eftir að hann er dauður).
20. maí: Ef maður hendir fiðluleikara og sópransöngkonu niður kletta, hvor kæmi niður fyrst? Fiðluleikarinn. Sópransöngkonan þyrfti að stoppa á miðri leið til að spyrja til vegar.
21. maí Hvað áttu við með mezzósópran?
Sópran sem les nótur.
22. maí: Hver er munurinn á Wagner sópran og Wagner tenór?
Svona 2-3 kíló…
23. maí: Hvað þarf margar sópransöngkonur til að skipta um ljósaperu?
Tvær. Aðra til að halda á diet kókinu og hina til að segja undirleikaranum að gera það.
24. maí: Hvað kallar maður tenór sem hefur verið svo lánsamur að fá hálfan heila í vöggugjöf?
Vel gefinn.
26. maí: Ef þú hendir montnum baritón og vatnsmelónu ofan af hárri byggingu á sama tíma, hvort kemur fyrst niður?
Það er ekkert höfuðatriði.
27. maí Hvernig fær maður keðjusög til að hljóma eins og baritón?
Bætir við víbratói.
28. maí Hver er munurinn á drýldnum bassa og lauk?
Enginn fer að grenja þegar bassafíflið er saxað niður.
29. maí Ekki má gleyma að kenna tenórum standard framkomu tenóra við stjórnendur. Hér eru nokkrar reglur sem vert er að gefa gaum:
1. Aldrei vera ánægður með tóninn sem stjórnandinn gefur. Biddu alltaf um tón frá píanói ef hann hefur fengið hann úr tónkvísl og öfugt.
2. Kvartaðu um hitastigið í salnum, lýsinguna, þrengslin og súginn, einkum þegar stjórnandinn er undir álagi.
3. Límdu hausinn ofan í nóturnar rétt áður en hann gefur innkomu.
4. Ræsktu þig alltaf í þögnum. Snýttu þér alltaf, þegar aðrir söngvarar eru með sóló (margir tenórar eru reyndar með þetta meðfætt).
5. Löngu eftir að einhver partur úr músíkinni er liðinn hjá, spyrðu þá hvort Císið hjá þér hafi verið hreint, einkum ef þú varst ekki með neitt cís.
6. Bíddu alltaf vel fram í lagið áður en þú lætur stjórnandann vita að þú sért ekki með nótur að því.
7. Líttu oft á úrið. Hristu hausinn um leið.
8. Syngdu hlutverkið þitt áttund ofar. Ef hann kvartar, segðu þá að það sé vitleysa í honum, hann hljóti að hafa heyrt yfirtóna.
9. Gerðu allt til að taka athyglina frá stjórnandanum og að þér, þar sem hún á að vera!
30. maí Hvernig veit maður að bassi er dauður?
Hmm, breytir það einhverju?
31. maí Af hverju eru tenórar með eina heilafrumu?
Annars þyrfti að vökva þá tvisvar í viku.
1. júní Hvernig sér maður að tenórinn er dauður?
Barnablað Moggans hefur ekki verið snert.
2. júní Hvað eru eiginlega til margir tenórabrandarar?
Einn, hitt eru allt sannar sögur.
3. júní Hver er munurinn á sópransöngkonu og þjófavarnarkerfi í bílum?
Þjófavarnarkerfið hættir að væla á endanum…
4. júní Hvernig veit maður að sviðið er lárétt?
Slefan kemur báðum megin út úr munninum á tenórnum.
5. júní Hvað kallar maður tíu montna baritóna á hafsbotni?
Góða byrjun.
6. júní Hver er skilgreiningin á bjartsýnismanni?
Söngkennari sem leggur fyrir til elliáranna.
7. júní Hver er munurinn á sópransöngkonu og sláttuvél?
Nágrannarnir fara í fýlu ef maður fær lánaða sláttuvél og skilar henni ekki.
8. júní Hver er munurinn á montnum bassbaritón og trampólíni?
Þú ferð úr skónum áður en þú hoppar á trampólíni
9. júní Hvernig er hægt að bjarga tenór frá drukknun?
Með því að taka fótinn af hausnum á honum.
10. júní Hvernig má sjá í gegnum gler að baritón sé orðinn falskur?
Þegar hann byrjar að tútna út og varirnar á honum fara að hreyfast.
11. júní Sópransöngkona hringir í óperuhúsið og spyr um aðra sópransöngkonu. “Hún er á slysó, hún sneri sig á sýningu”, segir símastúlkan. Sópransöngkonan hringir 25 sinnum í viðbót og fær alltaf sama svarið. Að lokum verður símastúlkan óþolinmóð og spyr af hverju hún sé alltaf hringjandi.
“Mér finnst bara svo æðislegt að heyra svarið."
12. júní Hvernig færðu tenór til að syngja fortissimo?
Með því að skrifa piano, espressivo í nóturnar.
13. júní Ef maður leggur eyrun upp við eyrun á tenórum, kemur sami sjávar-effektinn eins og þegar maður leggur eyrun við kuðung….
14. júní Ef þú villist í skóginum, hverjum mundirðu treysta til að segja þér til vegar, fölskum tenór, tenór sem syngur hreint, eða jólasveininum?
Falska tenórnum, hinir eru merki um að þú sért kominn með tremma.
15. júní Hvernig sér maður að tenór er virkilega stjúpid?
Þegar aðrir tenórar taka eftir því.
16. júní Hvernig veistu að tenór er við dyrnar?
Hann þekkir enga lykla í sundur og veit aldrei hvenær hann á að koma inn.
17. júní Af hverju þaut kjúklingurinn yfir götuna?
Það voru sóprantónleikar hinum megin.
18. júní – Agalega hlýtur það að vera ömurlegt þegar söngvarar komast að því að þeir geta ekki sungið lengur.
– Elskan mín, það eru miklu fleiri sem fatta það ekki.
19. júní Hver er munurinn á súprettu og kóbraslöngu?
Önnur er banvæn, en hin er bara skriðdýr.
20. júní Það var einu sinni tenór sem var svo falskur að hinir tenórarnir tóku eftir því…
21. júní Hvað þarf marga kontratenóra til að skipta um ljósaperu?
Einn og fjórar sópransöngkonur sem horfa á, hrista hausinn og segja: þetta hefði ég frekar átt að gera.
22. júní Þetta svar kom á óperusöguprófi í vor: Í lokasenunni á Pagliacci stingur Canio Neddu – sem hann elskar út af lífinu – á hol. Fljótlega er svo Silvio líka stunginn til bana og allt fer vel að lokum.
23. júní Bassasöngvari hitti álfkonu sem gaf honum þrjár óskir. “Ég vara þig samt við, allt sem þú óskar þér fá allir tenórar í heiminum tvöfalt,” sagði álfkonan.
“Hmm, mig langar í æðislegt hús.”
“Nú áttu æðislegt hús, en allir tenórarnir tvö æðisleg hús,” sagði álfkonan.
“Svo langar mig í flotta konu,” segir bassinn.
“Nú áttu flotta konu, en allir tenórarnir tvær flottar konur,” sagði álfkonan.
“Sérðu lurkinn þarna? Berðu mig þangað til ég er hálfdauður.”
24. júní Úr prófúrlausn: Caruso var Ítali fyrst. Þá heyrði einhver í honum og sagði að hann mundi örugglega komast langt. Þá fór hann til Ameríku og bjó þar það sem eftir var.
25. júní Úr prófi: Hvað er sextett?
Sex-tett, hmm, ég veit það alveg, en ég vil helst ekki segja það…
26. júní Hvernig sýnir bassasöngvari að hann er með framtíðarplön?
Hann kaupir tvo kassa af bjór í staðinn fyrir einn.
27. júní Hver er munurinn á Wagner-söngkonu og fílskálfi?
Eitthvað um 5 kíló.
28. júní Frá takti 3, sagði hljómsveitarstjórinn.
Já en maestro, við erum ekki með nein taktnúmer, svaraði tenórinn.
29. júní Mamma, ég ætla að verða tenór þegar ég verð fullorðinn.
Mamman: Gullið mitt, það er ekki hægt að verða bæði í einu.
30. júní Bassi var spurður hvað væri líkt með tenórbrandara og sáðláti fyrir tímann.
Bassinn: Maður veit þegar það er að byrja að grassera í manni og það er ekkert sem maður getur gert til að koma í veg fyrir það.
1. ágúst Ef skattar væru lagðir á heila, fengju tenórar til baka í skattinum.
7. sept. Tenórar þurfa nú orðið að taka greindarpróf hjá hljómsveitarstjórum áður en þeir eru ráðnir í óperuhús. Þeir komast í gegn ef þeir ná 10%, en ef þeir komast yfir 45% fá þeir ekki starfið. Hér eru spurningarnar:
1. Hvar er hljómsveitarstjórinn venjulega á óperusýningum?
2. Í hvaða óperu eftir Puccini kemur karakterinn Tosca fyrir?
3. Myndið nafn þekktrar óperu eftir Puccini með því að raða í rétta röð:
Bohème, La.
4. Í hvaða lagi má finna þessa ljóðlínu: Það er maístjarnan okkar, okkar einíngarbands
5. Hver skrifaði:
A) La Traviata eftir Verdi
B) La Bohème eftir Puccini
C) Carmen eftir Bizet
D) Brúðkaup Fígarós eftir Mozart
6. Hvað af þessu notaði Verdi sem efni í óperu?
A) Lína langsokkur – Astrid Lindgren
B) Makbeð – Shakespeare
C) Doddi og Eyrnastór – Enid Blyton
7. Hver af þessum skrifaði Midsummer Night’s Dream?
A) Alistair MacLean
B) Mikki mús
C) Benjamin Britten
D) Barbara Cartland
8. Hvaðan kom Richard Strauss?
A) Venesúela
B) Sri Lanka
C) Þýskalandi
D) Japan
9. Hvað af þessu á ekki við?:
A) Rómeó og Júlía – Berlioz
B) Rómeó og Júlía – ballett eftir Prokofjeff
C) Tíu grænar flöskur
D) Rómeó og Júlía – ópera eftir Gounod
8. sept. Á prófi: Da capo al fine: Hatturinn þinn er fínn.
10. sept.
Tenór, mezzó, virtúósa-kontratenór og bassi eru í fjórum hornum fótboltavallar. Ef 5000 kall er settur í miðju vallarins, hver nær honum fyrst?
Mezzóinn. Enginn tenór hreyfir sig fyrir 5000 kall, það er ekkert til sem heitir virtúósa-kontratenór og bassinn er ennþá að reyna að finna út um hvað leikurinn snýst.
11. sept. Hvað kallast sópransöngkona með tvær heilafrumur?
Kona eigi einsömul.
12. sept. Hver er munurinn á söngkennara og 20’’ pizzu?
20’’ tommu pizza getur fætt fjögurra manna fjölskyldu.
13. sept. Tenórinn var að elskast með dömu og renndi tungunni eftir barminum á henni og stundi um leið: “Mmmmmm”. Honum dvaldist alllengi við brjóstin og þegar dömunni fór að leiðast þófið, sagði hún: “Neðar!” “Mmmm”, stundi þá tenórinn þríund neðar.
14. sept. Hver er munurinn á tenórum og gleðikonum?
Gleðikonur hafa almennt gott taktskyn.
15. sept. Af hverju varð tenórinn yfir sig ánægður þegar hann gat klárað púsluspilið á aðeins sex mánuðum?
Það stóð framan á því: 2-6 years
16. sept. Hvað gerist þegar tenórar sökkva í steypu upp að haus?
Þá vantar meiri steypu.
17. sept. “Höfum við ekki sést áður?” spurði dómarinn sakborninginn.
“Jú, reyndar, dóttir þín kom í nokkra söngtíma til mín í fyrra,” svaraði söngkennarinn vongóður.
“Alveg rétt,” svaraði dómarinn. “Tuttugu ár!”
18. sept. Hvernig heilsast sópransöngkonur?
“Hæ, þú getur ekkert”. “Takk sömuleiðis, elskan”.
19. sept. Af hverju heyrist aldrei neitt í mezzósóprönum á digital upptökum?
Nútímaupptökutækni afmáir sjálfkrafa alla bjögun.
20. sept. Hvað þarf marga bassa til að skipta um ljósaperu?
Fimm, einn til að halda á perunni og fjóra til að drekka vodka þangað til herbergið snýst í hringi.
21. sept. Hvað eiga sópransöngkona og heimspekingur sameiginlegt?
Þau líta bæði á tímann sem afstæðan.
22. sept. Á prófi:
Recitativo: Sérstakur sjúkdómur sem Monteverdi dó úr.
23. sept. Af hverju verður fólk söngvarar?
Af þvi það ræður ekki við að hreyfa puttana og lesa af blaði um leið.
24. sept. Tveir kontrabassaleikarar voru í hljómsveitinni í Carmen. Eftir nokkrar vikur datt þeim í hug að skiptast á að sjá sýninguna úr salnum. Jói fór fyrstur og þegar hann kom til baka spurði Halli hvernig var: Frábært, sagði Jói. Þú veist þarna þar sem kemur BÚMM Búmm Búmm Búmm í músíkinni – heldurðu að það hafi ekki verið einhver gella uppi á sviði að skaka sig og gaula á sama tíma….
25. sept. Ég þarf að passa mig á að hlusta ekki of mikið á Wagner; ég skil bara ekkert í því að eftir smástund fer mig alltaf að langa til að ráðast inn í Pólland..
26. sept. Hver er munurinn á sópransöngkonu og baunagrasi?
Baunagrasið þroskast.
27. sept. Af hverju fara tenórar aldrei í miðaldra kreppu?
Heilinn í þeim hættir að þroskast við átta ára aldur.
28. sept. Hvað eiga sópransöngkona og blindur kúluvarpari sameiginlegt?
Bæði útheimta fullkomna athygli og allir forða sér í burt sem fyrst.
29. sept. Á prófi: Glissando. Sérstök tækni til að syngja runur.
30. sept. Hvað er hægt að gera við tenór sem heldur að hann sé guðsgjöf?
Skila gjöfinni.
1. okt. Subito piano: Messósópran sóló
2. okt. Sópransöngkona og mezzósópran voru að tala um stráka:
Mezzóinn: Í gærkvöldi fékk ég það þrisvar í röð!
Sópran: Það er nú ekki neitt, ég fékk það yfir hundrað sinnum.
Mezzó: Vá, ekki datt mér í hug að hann væri svona rosalegur.
Sópran: ó, varstu að meina með einum gæja?
3. okt. Komstu á síðustu tónleikana mína?
Vonandi.
4. okt. Þrír tenórar lentu í flugslysi. Hver lifði af?
Verdi.
5. okt. Hvað er hámark bjartsýninnar?
Söngkennari sem sparar til elliáranna.
6. okt. Hver er munurinn á þotu og Wagner-tenór?
Þrjú desíbel.
Frá Mása: Ítalski tenórinn átti erfitt með að vakna á réttum tíma, þegar hann var við æfingar í Vínarborg. Einn morguninn kom hann tuttugu mínútum of seint þó að hann hefði stillt vekjaraklukkuna, hrópaði upp yfir sig: Entschuldigen Sie, maestro, meine Hur hat nicht gesungen.