Félaginu er ætla að vera vettvangur íslenskra söngkennara til að hittast, læra og fræða aðra.
Félagið stendur reglulega fyrir fræðslu og endurmenntunarnámskeiðum fyrir söngkennara á fjölmörgum sviðum, svo sem því nýjasta í söngtækni, líkamsbeitingu og öndun svo eitthvað sé nefnt.
Félagið hefur staðið fyrir söngkeppninni VOX DOMINI með reglubundnum hætti frá því árið 2017. Keppninni er ætlað að vera vettvangur fyrir íslenska söngvara að kynnast því hvernig er að taka þátt í áheyrnarprufum og keppnum erlendis og undirbúna þá fyrir söngvaralífið.