Söngvarar Suðurnesja er heiti tónleika sem efnt er til laugardaginn 28. mars í Duushúsum kl. 17. Þar koma fram valinkunnir söngvarar af Suðurnesjum sem allir eiga það sameiginlegt að hafa sungið í erlendum óperuhúsum og Íslensku óperunni. Þeir sem fram koma eru: Bjarni Thor Kristinsson, Jóhann Smári Sævarson, Davíð Ólafsson, Bylgja Dís Gunnarsdóttir, Sigríður Aðalsteinsdóttir og Valdimar Haukur Hilmarsson. PíanóleikariAntonia Hevesi.
Efnisskráin er fjölbreytt og við allra hæfi. Á henni er m.a. að finna íslensk sönglög, perlur úr óperum, uppáhaldslög flytjenda, aríur og dúetta.
Miðasala er við innganginn. Miðaverð er 2000 krónur en 1800 kr. fyrir nemendur og eldri borgara.