Fyrstu hádegistónleikar vetrarins í Íslensku Óperunni verða þriðjudaginn 26. október kl. 12:15. Á efnisskránni eru atriði úr Cosi fan tutte, Brottnáminu úr kvennabúrinu og Brúðkaupi Fígarós eftir Mozart, Spaðadrottninguni eftir Tchaikovsky og Carmen eftir Bizet. Fram koma þau Bylgja Dís Gunnarsdóttir, Bragi Jónsson, Erla Björg Káradóttir, Hörn Hrafnsdóttir, Jóhanna Héðinsdóttir, Magnús Gíslason og Rósalind Gísladóttir. Aðgangseyrir er 1.500 kr. og geta gestir keypt léttar veitingar í anddyri Íslensku óperunnar fyrir og eftir tónleikana.