Ungir einleikarar með Sinfó fimmt. 13. jan. kl. 19.30

andri_bjorn_forsidaSigurvegarar úr einleikarakeppni Sinfóníuhljómsveitarinnar og Listaháskóla Íslands koma fram á tónleikum fimmtudaginn 13. janúar kl. 19.30, en þeir eru alla jafna einhverjir þeir skemmtilegustu á árinu. Það er sannkallað gleðiefni hversu margir efnilegir tónlistarmenn leynast í skólum landsins og ávallt stór stund þegar nokkrir þeirra fá að stíga á svið með hljómsveitinni. Á þessum tónleikum ríkir ávallt sérstök spenna, eftirvænting og stolt yfir þeim mikla mannauði sem íslensk þjóð býr yfir.

Þetta eru tónleikar sem áhugamenn um framtíð íslenskrar tónlistar láta  ekki fara fram hjá sér. Námsmenn og ungt fólk fær 50% afslátt af miðaverði í miðsölunni í Háskólabíói.

Stjórnandi Bernharður Wilkinson
Einleikarar Birgir Þórisson píanó, Jane Ade Sutarjo píanó, Andri Björn Róbertsson söngur

Efnisskrá:
Gershwin – Rhapsody in Blue
Chopin – Píanókonsert nr. 1
Mozart – Ein Mädchen oder Weibchen og Madamina! Il catalogo
Bellini – Il mulino..Vi,ravviso
Händel – Leave me, loathsome light

Miðasala á sinfonia.is