Lög félagsins; samþykkt á stofnfundi 9. október 2005.
1. grein. Nafn félagsins er: Félag íslenskra söngkennara. Heimili þess og varnarþing er í Reykjavík.
2. grein. Tilgangur félagsins er að:
- stuðla að samskiptum og samstarfi söngkennara
- stuðla að símenntun og miðla upplýsingum þar að lútandi
- efla erlend samskipti.
3. grein. Félagsmenn geta orðið þeir sem:
- hafa lokið söngkennaranámi eða
- hafa stundað söngkennslu í a.m.k. tvö ár.
Auka aðild, án atkvæðisréttar, geta þeir fengið sem:
- stunda söngkennaranám eða
- stunda söngkennslu en hafa enn ekki náð tveggja ára starfsreynslu.
Virkir félagsmenn teljast þeir vera sem skuldlausir eru við félagið og jafnframt heimilar það þeim aðgang að lokuðum svæðum félagsins á alnetinu.
4. grein. Aðalfundur fer með æðsta vald í félaginu.
Aðalfundur skal haldinn ár hvert að hausti. Aðalfund skal boða með 2ja vikna fyrirvara. Í fundarboði skal koma fram dagskrá fundarins, megintillögur sem leggja á fyrir fundinn og lagabreytingartillögur ef einhverjar eru. Tillaga hlýtur samþykki ef meirihluti fundarmanna greiðir henni atkvæði sitt. Atkvæðisbærir félagar eru þeir sem greitt hafa árgjöld sín. Aðalfundur er lögmætur sé löglega til hans boðað.
5. grein. Dagskrá aðalfundar:
- skýrsla stjórnar
- endurskoðaðir reikningar
- stjórnarkjör
- lagabreytingar
- ákvörðun árgjalds
- önnur mál.
6.grein. Stjórn FÍS er kosin ár hvert á aðalfundi félagsins.
Í stjórn FÍS sitja fimm fulltrúar og tveir í varastjórn. Stjórnin skiptir með sér verkum gjaldkera, ritara og vefstjóra. Formaður er kosinn sérstaklega. Hámarksseta í stjórn er samtals 5 ár. Varastjórn er kosin til 1 árs í senn. Stjórnin fer með málefni félagsins milli aðalfunda og skal halda a.m.k. tvo fundi á ári auk aðalfundar. Kjósa skal óháðan skoðunarmann reikninga.
7. grein. Fjárhagsár félagsins er 15. september til 14. september.
8. grein. Lögum félagsins má aðeins breyta á aðalfundi. Tillögur að lagabreytingum skulu sendar með aðalfundarboði. Lagabreytingar þurfa samþykki 2/3 greiddra atkvæða.
9. grein. Félaginu verður ekki slitið nema 3/4 fulltrúa á aðalfundi greiði því atkvæði. Á fundinum yrði tekin ákvörðun um ráðstöfun skulda og eigna félagsins.