Aðalfundur FÍS 24.október 2015 Nýji Tónlistarskólinn Grensásvegi 3-5
Mættir voru 14 manns (stjórnin meðtalin) Boðið var uppá ljúfengar veitingar Loftur var fundarstjóri. Athugasemd við fundarboð voru engin
Skýrsla stjórnar Ingveldur Ýr fór yfir skýrslu stjórnar. Í henni komu fram niðurstöður aðalfundar 2014. Starfsemi FÍS á árinu. Hæst bar, kjarabaráttan og verkfallið sl. vetur, spjallfundur um þau mál; Alþjóðlegur dagur raddarinnar sem heppnaðist með eindæmum vel og er kominn til að vera, undirbúningur fyrir ráðstefnu, en þar var met þátttaka og Robin D. kom með masterclass og námskeið daginn eftir. FÍS 10 ára og því meira lagt í ráðstefnu en áður. Félagið fer vaxandi og aukning hefur orðið á félögum úr rythmíska geiranum. Nauðsynlegt þykir að fá erlendan fyrirlesara/kennara af og til á vegum félagsins. Guðmundu Elíasdóttur var minnst Framtíðin er björt þrátt fyrir allt. Skýrsla var samþykkt af félagsmönnum.
Gjaldkeri fór yfir reikninga yfirfarið af Guðmundir Sigurðarsyni sem var fenginn til að vera skoðunarmaður. Íris lagði til að ógreidd félagsgjöld af óvirkum félagsmönnum yrðu afskrifuð. Góð fjárhagsleg staða félagsins þrátt fyrir dýrt afmælisár. Örlítil hækkun á ráðstefnugjaldi vegna erlends fyrirlesara og fjölgun félaga hefur skilað sínu. Reikningar voru samþykktir af félagsmönnum.
Lagabreytingar Stjórnin lagði til að 3. gr. laga yrði breytt eftirfarandi: 3. gr. Félagsmenn geta orðið þeir sem
- Hafa lokið söngkennaranámi
- eða hafa stundað söngkennslu í a.m.k. tvö ár. Aukaðild, án atkvæðisréttar, geta þeir fengið sem:
- Annað hvort stunda söngkennaranám – eða þeir sem stunda söngkennslu, en hafa enn ekki náð tveggja ára starfsreynslu.
- b) þeir sem stunda söngkennslu og uppfylla ekki skilyrði 3.gr b. Lagt er til að síðasti liður 3.greinar, merktur “b)” verði felldur út og í staðinn verði bætt inn:
- Virkir félagsmenn teljast þeir vera sem skuldlausir eru við félagið og jafnframt heimilar það þeim aðgang að lokuðum svæðum félagsins á alnetinu. Lagabreyting var samþykkt af félagsmönnum.
Ákvörðun árgjalds Árgjaldið er 3000,- Gjaldið stendur óbreytt með einróma samþykki fundarins.
Kosning stjórnar Ingveldur Ýr bauð sig fram sem formaður Viðar, Íris og Loftur buðu sig öll fram áfram í stjórn Margrét Eir bauð sig fram í aðalstjórn í stað Bjarneyjar sem fer út stjórn. Unnur bauð sig áfram í varastjórn Theodóra Þorsteinsdóttir bauð sig fram í varastjórn og fundur samþykkti allar stjórnarbreytingar og kosningar. Stjórnin þakkaði Bjarney Ingibjörgu fyrir vel unnin störf. Berþór Pálsson var kosin til að fara yfir reikninga félagssins
Önnur mál Umræða var um virka og óvirka félaga. Hverjir mega vera í félaginu? Bergþór Pálsson leggur til að hleypa inn undirleikurum inní félaginu og hugmyndin var rædd. Málið er fært til stjórnar til umræðu og athugunar. Rætt var hvort þyrfti að setja frekar lög um hvernig fólk kemst aftur inn í félagið ef það hefur dottið út. Reglur eru settar til að hvetja fólk til að vera í félaginu. Því hefur verið ákveðið að vara fólk við því með góðum fyrirvara að það muni detta út af skrá ef það greiðir ekki. Ekki var talin þörf á því að setja lög um málið, heldur væri það matsatriði hverrar stjórnar hvernig tekið væri á því. Íris lagði til að hægt væri að sækja styrk í sjóð FÍS til að fara út á ráðstefnu 1 til 2 geta sótt um styrk til að geta farið á ráðstefnu, þar sem það er ekki stefna félagsins að safna sjóðum. öðrum fannst að betra væri að nota peningana til að gera eitthvað sameiginlegt t.d. að fá flottan fyrirlesara og efla ráðstefnuna okkar Það þyrfti að búa til lög um slíkan sjóð. Lagt er til að gjaldið verði hækkað um 500,- kr og það gjald verði sérmerkt sjóði sem félagar geti sótt um til þess að fara á söngkennararáðstefnu erlendis Hugmynd kom að halda ráðstefnu á Akureyri eða erlendis. Fundarmenn bentu á að vekja þyrfti meiri athygli á klassískri tónlist. Vantar meiri umfjöllun um klassíska tónlist í fjölmiðlum, ekkert fjármagn á RUV til þessa, umfjöllun og gagnrýni í fjölmiðlum ósanngjörn og óprófessional.
Mikil þörf er á PR – auglýsingamanneskju fyrir klassíska tónlist Og það þarf að poppa upp klassíkina. Loftur vakti athygl á slæmri stöðu tónlistar og söngkennslu í landinu m.t.t þess að hugsanlega þurfi að loka skólum. Þórunn Guðmunsdóttir fór í nánari útskýringu stöðunnar Hugmynd kom um að það þyrfti að fá Þórunni Guðmunds til þess að skrifa þetta niður og búa til skjal á fésbókargrúppu FÍS til þess að fleiri geti áttað sig á þessu flókna máli. Hún féllst á að gera það. Einng væri gott að fá þetta í blöðin. Hugmynd um að halda spjallfund um málið, eða stærri kynningarfund. Ekki gafst tími fyrir til að klára þetta spjall.
Fundi slitið