Í tilefni af beinni útsendingu á netinu á óperunni Tristan og Isolde frá Festspielhaus í Bayreuth sunnudaginn 9. ágúst ætla félagar í Richard Wagner félaginu og aðrir velunnarar Wagners að koma saman í Norræna húsinu og horfa á óperuna. Útsendingin fer af stað kl. 13, en sjálf óperan hefst kl. 14. Sjá meðfylgjandi fréttabréf.
Allir áhugasamir velkomnir. Aðgangur ókeypis.
Einnig má geta þess að styrkþegi Wagnerfélagsins til Bayreuth í ár, sá þrettándi í röðinni frá upphafi, er tónskáldið og hljómsveitarstjórinn Daníel Bjarnason. Hann mun sjá Niflungahringinn dagana 7. til 12. ágúst. Áður hafa farið þessir listamenn:
Anna M. Magnúsdóttir semballeikari 1998
Bjarni Thor Kristinsson bassi 1999
Tómas Tómasson bassi 2000
Árni Heimir Ingólfsson tónlistarfræðingur 2001
Jónas Guðmundsson tenór 2002
Davíð Ólafsson bassi 2003
Jóhann Friðgeir Valdimarsson tenór 2004
Helga Rós Indriðadóttir sópran 2005
Þóra Einarsdóttir, Elísa Vilbergsdóttir sópranar 2006
Egill Árni Pálsson tenór 2007
Þorvaldur Þorvaldsson bassi 2008