Mánudaginn 21. febrúar verður óperuveisla í Iðnó kl.20, þar sem ljóskutríóið, trio blond, kemur fram. Tríóið skipa: Erla Björg Káradóttir, Hanna Þóra Guðbrandsdóttir og Sólveig Samúelsdóttir söngkonur, og Hrönn Þráinsdóttir píanóleikari.
Fluttar verða aríur, dúettar og tríó úr hinum ýmsu óperum. Kynnir kvöldsins verður Sindri Birgisson leikari sem mun fjalla um óperurnar og slá á létta strengi
Miðaverð er 2000 kr. en forsala miða á 1500 kr. í Iðnó og hjá listamönnunum sjálfum
Trio Blonde var stofnað árið 2009 eftir að stelpurnar höfðu sungið saman í
óperusenum á námskeiði í Garðabæ. Fyrstu tónleikar þeirra voru haldnir í
Vinaminni á Akranesi fyrir jólin 2009 en þær sungu einnig sömu tónleika í
Laugarneskirkju í Reykjavík. Nú urðu tónleikar helgaðir óperunni fyrir
valinu og eru ljóskurnar strax farnar að huga að þeim næstu.