Birgitte Christensen, sópransöngkona, ein af skærustu stjörnum norsku þjóðaróperunnar og Andreas Schmidt, barítón, sem ekki þarf að kynna hér á landi, verða einsöngvarar á lokatónleikum Kirkjulistahátíðar laugardaginn 10. apríl og sunnudaginn 11. apríl, báða dagana klukkan 17, en þar verður flutt Ein deutsches Requiem, Þýsk sálumessa eftir Johannes Brahms. Mótettukór Hallgrímskirkju og fimmtíu manna hljómsveit skipuð hljóðfæraleikurum úr kammersveitinni Ísafold og Sinfóníuhljómsveit Íslands ásamt 4 náttúruhornleikurum, m.a. frá Basel í Sviss, taka þátt í flutningnum. Stjórnandi er Hörður Áskelsson. Miðaverð á tónleikana er 4.900 kr. – smelltu hér til að kaupa miða!