Sunnudaginn 15. apríl kl 17:00 verða tónleikar Strengjasveitar LHÍ í Seltjarnarneskirkju.
Á efnisskránni verða tvö verk:
Kantatan Ich habe genug bwv 82 eftir J.S. Bach og hið fræga og sívinsæla meistaraverk Mozarts, Eine kleine Nachtmusik
Einsöngvari í kantötu Bachs er Þorvaldur Þorvaldsson bassasöngvari og stjórnandi tónleikanna er Gunnar Kvaran.
Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.