Þorsteinn Helgi og Antonía í Hafnarborg fimmt. 3. maí kl. 12

Fimmtudaginn 3. maí kl. 12:00 verða fimmtu tónleikar ársins í hádegistónleikaröð Hafnarborgar, menningar- og listastofnunar Hafnarfjarðar. Hafnarborg, hefur frá í ágúst 2003 staðið fyrir tónleikum í hádegi einu sinni í mánuði.
Tónleikarnir standa yfir í um hálfa klukkustund og eru sérstaklega hugsaðir sem tækifæri fyrir fólk sem starfar í miðbæ Hafnarfjarðar til að njóta góðrar tónlistar í hádegishléi. Tónleikarnir eru í boði Hafnarborgar – enginn aðgangseyrir – og öllum opnir á meðan húsrúm leyfir.
Frá upphafi hefur Antoníu Hevesi píanóleikara verið listrænn stjórnandi tónleikaraðarinnar og velur hún þá listamenn sem fram koma á tónleikunum. Að þessu sinni er það  Þorsteinn H. Árbjörnsson er syngur vel þekktar tenóraríur..


leftÞorsteinn H. Árbjörnsson er fæddur 10 Júlí 1982 á Eskifirði. Hann hóf söngnám sitt undir leiðsögn
W. Keith Reed í tónlistarskóla Austur-Héraðs á Egilsstöðum þar sem hann lauk 8 stigs prófi 2003 og lá þá leið hans til Ameríku. Þar lærði hann söng undir leiðsögn Salvatore Champagne fyrst í Oklahoma University og síðar í Oberlin College-Conservatory í Ohio þar sem hann lauk BM prófi 2006. Þorsteinn hefur tekið þátt í mörgum óperu uppfærslum á síðustu árum og má meðal annars nefna L’Elisir D’amore, Cosi fan tutte, La Traviata, Don Giovanni, Dialogues des Carmélites sem eru á meðal uppáhalds verka hans.  Þorsteini hefur einnig hlotnast sá heiður að vera félagi í Music Academy of the West þar sem hann lærði undir leiðsögn Marilyn Horne og einnig var hann meðlimur í Aspen Music Festival. Þorsteinn vinnur að því að kynna sig sem lýrískan tenór.