Hið nýstofnaða Listafélag Víðistaðakirkju stendur fyrir sínum fjórðu hádegistónleikum, föstudaginn 18. febrúar kl. 12.
Að þessu sinni eru það þýsk, rómantísk sönglög sem munu hljóma í flutningi Þóru Björnsdóttur sópran og Jóhönnu Óskar Valsdóttur messósópran.
Píanóleikari er Arngerður María Árnadóttir.
Tónleikar, kr. 1000,-
Tónleikar og léttur hádegisverður, kr. 1500,-
Allur ágóði mun renna í orgelsjóð kirkjunnar.