Þóra og Jóhanna Ósk í Víðistaðakirkju fö. 18. feb. kl. 12

 Hið nýstofnaða Listafélag Víðistaðakirkju stendur fyrir sínum fjórðu hádegistónleikum, föstudaginn 18. febrúar kl. 12.
Að þessu sinni eru það þýsk, rómantísk sönglög sem munu hljóma í flutningi Þóru Björnsdóttur sópran og Jóhönnu Óskar Valsdóttur messósópran.
Píanóleikari er Arngerður María Árnadóttir.

Tónleikar, kr. 1000,-
Tónleikar og léttur hádegisverður, kr. 1500,-

Allur ágóði mun renna í orgelsjóð kirkjunnar.