Tenórarnir 3 í Háskólabíói sunn. 3. jan. kl. 20

Tenórarnir þrír, sem að þessu sinni eru Jóhann Friðgeir Valdimarsson, Kolbeinn Ketilsson og Snorri Wium, syngja á hátíðartónleikum sunnudagskvöldið 3. janúar  kl. 20 í Háskólabíói. Með þeim leikur stórhljómsveit undir hljómsveitarstjórn Árna Harðarsonar.

Tenórarnir 3 hafa skipað sér stóran sess í hjörtum landsmanna, en þeir hafa undanfarin  ár haldið marga tónleika, t.d. í Íslensku óperunni og víðar, auk þess að syngja alltaf á Þorláksmessu í miðbæ Reykjavíkur fyrir landsmenn. 

Efnisskráin er hin glæsilegasta og munu þeir m.a. syngja skemmtilega nýjárslagasyrpu, ítalskar og þýskar sönglagasyrpur svo og ensk/ameríska syrpu sem inniheldur þekkt Bítlalög og frægar Hollywood-„sprengjur“. Að sjálfsögðu verða líka margar af vinsælustu aríum óperubókmenntanna fluttar af tenórunum. Mikil eftirvænting er eftir tónleikunum þar sem þetta er í fyrsta skipti sem Tenórarnir 3“ koma fram með hljómsveit. Einnig munu aðrir góðir gestir koma og stíga á stokk með þeim félögum. Miðasala fer fram á www.midi.is og í verslunum Skífunnar. Einnig er hægt að kaupa sérstök gjafakort á hátíðartónleikana á www.tenorar.is . Miðaverð er 7.990 kr. / 6.990 kr.