Tenórakvöld lau. 30. apríl kl. 20 í ÍÓ

 Laugardagskvöldið 30. apríl  kl. 20 verða tónleikar undir yfirskriftinni Tenórarnir þrír og einn í útrás í Íslensku óperunni. Tenórarnir fjórir eru Garðar Thór Cortes, Gissur Páll Gissurarson, Jóhann Friðgeir Valdimarsson og Snorri Wium. Sérstakir gestir eru Diddú og Óskar Pétursson. Óperukórinn í Reykjavík kemur fram undir stjórn Garðars Cortes, Antonía Hevesí og Jónas Þórir leika á píanó.

Á tónleikunum munu tenórarnir og gestirnir syngja vinsælustu tenóraríurnar og einnig minna þekktar söngperlur.