Dalton Baldwin átti frumkvæðið að stórri söngveislu sem haldin var í Salnum í júní árið 2000, Halldóri Hansen til heiðurs og sagði við það tækifæri að Halldór væri yfirnáttúruleg vera. Á þeim tónleikum komu fram íslenskir og erlendir listamenn.
Laugardaginn 25. apríl kl. 17, tæpum níu árum síðar, snýr hann aftur í Salinn með tónleika til minningar um vin sinn. Með honum í för er messósópransöngkonan, Julie Boulianne – sem við Íslendingar þekkjum enn sem komið er lítið til en eigum eftir að heyra meira af á næstu árum og áratugum, ef marka má þennan gríðarlega virta meðleikara.
Efnisskrá:
Reynaldo Hahn: Þrír söngvar
Hector Berlioz: „Nuits d'éte“, Sumarnætur
Maurice Ravel: Tveir hebreskir söngvar
Gustav Mahler: Fjögur lög við ljóð eftir Rückert
Vinsælir söngvar frá Kanada
Gioachino Rossini: Aria "Non più mesta" úr óperunni Öskubusku