Stefnumót við Brahms – Kærleikssöngvar

P1080083Föstudaginn 28. febrúar kl. 12.00 í Háteigskirkju

flytja Anna Jónsdóttir sópran, Þóra H. Passauer kontra alt og Brynhildur Ásgeirsdóttir píanóleikari dúetta og ljóð eftir J. Brahms. Tónleikarnir eru hluti af „ Á ljúfum nótum Háteigskirkju“ og er Lilja Eggertsdóttir listrænn stjórnandi þeirra.

Á dagskrá tónleikanna eru nokkur þekkt verka J. Brahms og má þar kannski nefna Von Ewiger Liebe, Botschaft, Die Mainacht og svo verða dúettar op. 66 einnig fluttir. Brahms samdi dúettana sumarið 1875 í Ziegelhausen í nágreinni Heidelberg og voru þeir frumfluttir í Vínarborg 29. janúar 1878. Dúettarnir eru 5 og eru ljóðin ekki eftir sömu höfunda.  Dúettarnir sem sönglögin eru í aðalatriðum um fegurð og duttlunga lífsins og ástarinnar.

Tónleikarnir standa yfir í um hálfa klukkustund og aðgangseyrir er 1000 kr.

 Frekari upplýsingar gefur Anna Jónsdóttir á annamega@simnet.is  eða í síma 8640426