Stjórn Íslensku óperunnar hefur ráðið Stefán Baldursson leikstjóra og fyrrverandi þjóðleikhússtjóra sem næsta óperustjóra, en Bjarni Daníelsson óperustjóri lætur af störfum 1. júlí nk. Stefán mun hefja störf við óperuna í byrjun maí og vinna að undirbúningi næsta starfsárs með fráfarandi óperustjóra.