Kristín R. Sigurðardóttir sópran, Hólmfríður Jóhannesdóttir messósópran, Julian M. Hewlett orgelleikari, Ari Vilhjálmsson fiðluleikari og Sigurgeir Agnarsson sellóleikari flytja Stabat Mater eftir Pergolesi í Dómkirkjunni föstudaginn langa, 2. apríl kl. 15.
Miðaverð er kr.1.500,- og selt við innganginn.
Nú í ár, árið 2010 fagnar tónlistarheimurinn 300 ára afmæli Pergolesis.
Giovanni Battista Pergolesi var tónskáld, fiðluleikari og orgelleikari. Hann fæddist 1710 í Jesi sem er nálægt Ancona á Ítalíu, en fluttist 1725 til Napólí þar sem hann stundaði tónlistarnám.
Hann samdi verkið Stabat Mater (móðirin stóð), en ljóðið sem er bæn sem samin á 13.öld af því talið er af Jacopone Todi (1228-1306). Byrjun ljóðs hefst með orðunum „Stabat mater dolorosa“ og fjallar um þjáningar Maríu, móður Krists við krossinn. Seinni hlutinn byrjar á: „Eja mater fons amoris“ og er bæn um að mega deila þjáningunni með móðurinni á þrautastundu, svo að allar syndir verði sýknaðar á dómsdegi.
Þetta var síðasta verk Pergolesis sem hann samdi áður en hann lést 16.mars 1736, og þá aðeins 26 ára gamall úr berklum.
Verkið var samið fyrir tvo kontratenóra; alt og sópran og litla hljómsveit ásamt orgeli, og tíðkaðist að flytja það á föstudaginn langa, og hafa vinsældir verksins haldist alveg fram á daginn í dag, enda afar fallegt og blæbrigðaríkt verk, og gerir miklar kröfur til tónlistarflytjenda. Það er talið eitt af fallegustu kirkjulegu verkum hans, en hann var þó þekktastur fyrir óperur sínar (opera buffa sem þýðir gaman-ópera), og má þar nefna m.a. La serva padrona.
Pergolesi var beðinn af munkum í klaustinu við San Luigi di Palazzo að semja verkið, sem kom i stað verks Alessandros Scarlattis, og var farið að þykja frekar gamaldags og hafði alltaf verið flutt á föstudeginum langa í Napólí.