Gréta Hergils Valdimarsdóttir sópran, Nathalía Druzin Halldórsdóttir messósópran, Antonía Hevesí píanóleikari, Pálína Árnadóttir fiðluleikari og Margrét Árnadóttir sellóleikari flytja Stabat Mater eftir Pergolesi í Bústaðakirkju föstudaginn langa, 2. apríl kl. 14. Sr.Pálmi Matthíasson les píslarsöguna milli þátta tónverksins. Kirkjugestur fá í hendur texta verksins á frummáli ogeinnig íslenska þýðingu Matthíasar Jochumssonar. Stabat Mater er þekktasta trúarverk Pergolesis og jafnframt síðasta verk tónskáldsins sem lést árið 1736 aðeins 26 ára gamall. Tónlistin túlkar sorg Maríumeyjar þar sem hún stendur hjá krossfestum syni sínum og víkur hvergi frá honum.
Hér er tækifæri til góðrar stundar á helgum degi til að íhuga inntak hans og helgi. Enginn aðgangseyrir.