Hlín Pétursdóttir Behrens sópran, Gunnhildur Halla Baldursdóttir messósópran og Julian Edward Isaacs organismi flytja Stabat Mater eftir Pergolesi í tónlistarmessu í Breiðholtskirkju á skírdag, 1. apríl kl 20 og í helgistund í Guðríðarkirkju föstudaginn langa, 2. apríl kl. 17. Þetta gullfallega verk var eitt síðasta verkið sem Pergolesi samdi fyrir andlát sitt, skrifað 1736 fyrir alt og sópran rödd. Harmljóð Maríu meyjar við krossinn var samið af ítalska ljóðskáldinu Jacobone da Todi sem uppi var á 13. öld. Tónskáldið Giovanni Battista Pergolesi fæddist árið 1710 og eru því 300 ár frá fæðingu hans í ár.