Söngvaraballið 30. apríl 2007

Mánudaginn 30. apríl verður Söngvaraballið haldið í Íslensku óperunni annað árið í röð. Ballið tókst mjög vel í fyrra, mæting var góð og var sungið í hverjum krók og kima hússins fram eftir kvöldi. Í ár opnar húsið með fordrykk kl. 20, og síðan verða stuttir tónleikar á sviði Óperunnar. Að þeim loknum leikur salonhljómsveitin Sardas undir dansi og með reglulegu millibili er dansinn brotinn upp með atriði, söng, dansi, kórsöng, fjöldasöng o.s.frv. Léttar veitingar verða til sölu og fólki verður frjálst að spóka sig um húsið, sýna sig og sjá aðra. Íslenska óperan lánar húsið og starfsfólk. Það fylgir lítil auglýsing með í "Lesa meira" 😉

Heiðursgestir verða hjónin Sieglinde Kahmann og Sigurður Björnsson.
 
Þeir sem vilja syngja og skipuleggja atriði verða að hafa samband við Davíð Ólafsson í síma 8971533 eða á david_olafs@hotmail.com. Píanismar verða á staðnum en það er betra að hafa smá fyrirvara og undirbúning.
 
Ballið verður á mánudegi og daginn eftir er 1. maí svo að enginn þarf að snemma á fætur. Við köllum til alla sem hafa áhuga á söng, sem starfa við söng eða syngja í kórum. Allir núverandi og fyrrverandi óperukórsfélagar, hljómsveitarfólk, vinir og vandamenn eru hjartanlega velkomnir. Ef það eru einhverjir sem kunna að skemmta sér með stæl, þá erum það við.
 
Í stuttu máli:
Húsið opnar kl 20:00 með kampavíni
Tónleikar hefjast um 21:00
Veislustjóri er Davíð Ólafsson
Galaklæðnaður
 
Sjáumst á flottasta balli ársins.
Miðaverð  kr.3.000 (fordrykkur innifalinn). Sími miðasölu: 511 4200, opið frá kl. 14-18.

Sjáið myndirnar frá Söngvaraballinu 2006 SMELLIÐ HÉR