Söngleikjalög á konudag sunn. 20. feb. kl. 18

 Sunnudaginn 20. febrúar flytur Íslenski Sönglistahópurinn, ásamt strengjakvartettinum Sardas og Helga Má Hannessyni píanóleikara, sönglög og dúetta úr þekktum söngleikjum frá 1920-1960. Meðal þekktra laga má nefna: Some encanted evening úr „South Pacific“,
Can‘t help loving that man úr „Show Boat“ og You‘ll never walk alone úr „Carousel“. Leikstjóri er Þórunn Sigþórsdóttir.Tónleikarnir verða í Iðnó á konudaginn 20.febrúar kl. 18:00 og tilvalið að bjóða eiginkonunni, kærustunni eða vinkonu á ástar- og sprell dagskrá.

Miðaverð er kr. 2500, miðasala í síma 562-9700.

Flytjendur:
Íslenski Sönglistahópurinn var stofnaður haustið 2010. Tónleikarnir 20.febrúar eru annað verkefni hópsins og nú í vor mun hann flytja óperuna Þrymskviðu eftir Jón Ásgeirsson.
Meðlimir í Íslenska sönglistahópnum í dag eru
Agnes Amalía Kristjónsdóttir sópran,
Davíð Ólafsson bassi, Eygló Rúnarsdóttir mezzó-sópran, Guðrún Jóhanna Jónsdóttir sópran, Harpa Guðmundsdóttir mezzó-sópran, Jóhanna Héðinsdóttir mezzó-sópran, Magnús Guðmundsson baritón,
Nathalía Druzin Halldórsdóttir mezzó-sópran,
Stefán Helgi Stefánsson tenór,
Svanur Valgeirsson tenór, Sæberg Sigurðsson baritón,
Þórunn Sigþórsdóttir sópran.