SÖNGKEPPNIN VOX DOMINI 2017 – ÚRSLIT –

Logo VOX DOMINIEins og flestu söngáhugafólki er kunnugt um þá hefur söngkeppnin Vox Domini staðið yfir nú um helgina.

Hún hófst á föstudaginn 27. janúar  með forkeppni og síðan fylgi undanúrslit eftir í dag, þ. 28. janúar.  Forkeppnin fór fram í Söngskólanum í Reykjavík og undanúrslitin fóru fram í Tónlistarskólanum í Garðabæ.  Þökkum við skólastjórnendum beggja skólanna og starfsfólki fyrir alla aðstoðina við keppnina.  Án þessarar aðstöðu og aðstoð hefðum vart getað hrint þessari keppni í framkvæmd.  Nú er ljóst hvaða keppendur hafa komist í úrslit.

Úrslitin fara fram í Salnum í Kópavogi, sunnudagin 29. janúar kl. 19:00 og er opin almenningi.  Við lofum skemmtilegri keppni og við erum sannfærð um að þarna sjáum við marga af söngvurum næstu framtíðar.

Eftirtaldir keppendur komust í úrslit:

Miðstig

Aron Ottó Jóhannsson

Jökull Sindri Gunnarsson

Ragnar Pétur Jóhannsson

Unnur Helga Vífilsdóttir

Framhaldsstig

Ari Ólafsson

Einar Dagur Jónsson

Hildur Eva Ásmundardóttir

Jóhann Freyr Óðinsson

Þórhallur Auður Helgason

Opinn flokkur

Gunnar Björn Jónsson

Gunnlaugur Jón Ingason

Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir

Marta Kristín Friðriksdóttir

Steinunn Sigurdardottir

Eins og fyrr segir fara úrslitin fram í Salnum í Kópavogi kl 19:00 á morgun þ. 29. janúar.