Söngdeild LHÍ í Sölvhóli fös. 12. mars kl. 16.30

Við nemendur söngdeildar Listaháskólans höfum verið að æfa óperudúetta undir handleiðslu Péturs Einarssonar leikara og Elísabetar Erlingsdóttur. Við viljum bjóða ykkur að sjá afraksturinn af vinnu okkar föstudaginn 12.mars í Sölvhóli kl.16:30.

Þar munu heyrast dúettar úr Cosi fan tutte, Ástardrykknum, Der Freischütz, Sígaunabaróninum (tersett), Hans og Grétu og Die lustigen Weiber von Windsor.

Flytjendur eru: Adriana Pilip-Siroki, Elísabet Einarsdóttir, Eyrún Ósk Ingólfsdóttir, Helga Margrét Marzellíusardóttir, Margrét Helga Kristjánsdóttir, Inga Dóra Stefánsdóttir, Ingunn Gyða Hrafnkelsdóttir, Karen Nadia Pálsdóttir, Steinunn Guðný Ágústsdóttir, Þorkell Helgi Sigfússon og Þorsteinn Freyr Sigurðsson
Selma Guðmundsdóttir leikur með á píanó

Vonumst til að sjá sem flesta (tónleikarnir eru í Sölvhóli sem er stærsti útiskúrinn bakvið aðalbygginuna, nær Klapparstíg)