TILFINNINGASÚPA Í HÁDEGINU. Sigríður Aðalsteinsdóttir messósópran og Helga Bryndís Magnúsdóttir píanóleikari flytja þýsk og frönsk ljóð í hádeginu í Íslensku óperunni þriðjudaginn 17. apríl.
Á efnisskrá tónleikanna eru ljóð eftir Brahms, Fauré og Saint-Saëns. Sigríður söng hlutverk Mother Goose í uppsetningu Íslensku óperunnar á The Rake´s Progress eftir Stravinsky í febrúar sl. Hún hóf söngferil sinn í Þjóðaróperunni í Vínarborg árið 1997 og söng ýmis titilhlutverk við húsið til ársins 2002. Sigríður hefur einnig haldið fjölda ljóðatónleika og komið fram sem einsöngvari með kórum og hljómsveitum hér heima og erlendis. Helga Bryndís Magnúsdóttir, píanóleikari, starfar við Tónlistarskólann á Akureyri ásamt því að vera virkur píanóleikari í tónlistarlífinu á Íslandi. Tónleikarnir standa yfir í u.þ.b. 40 mínútur, miðaverð kr. 1.000.-
Kaupa miða
Sími miðasölu: 511 4200