Rannveig Sif og Hólmfríður á Stokkalæk og í Salnum 18./20. maí

 Systurnar Rannveig Sif og Hólmfríður Sigurðardætur halda tónleika á Stokkalæk þriðjudaginn 18. maí kl. 20 og slá svo botninn í Tíbrártónleika vetrarins í Salnum, fimmtudaginn 20. maí kl. 20. Efnisskráin samanstendur af sönglögum frá Frakklandi, Þýskalandi og Spáni eftir samtímamennina Reynaldo Hahn, Gabriel Fauré, Hans Pfitzner og Manuel de Falla. Öll eru lögin í rómantískum anda þótt þau beri merki landanna þar sem þau eru samin.
Aðgangseyrir kr. 2.500.-