Ráðstefna FÍS í Rauða húsinu

Eins og flestum félagsmönnum er kunnugt um þá er hin árlega ráðstefna félagsins þ. 27. ágúst n.k.  Nokkur forföll hafa orðið frá því við kynntum ráðstefnuna nú í vor.  Hér að neðan gefur að líta endurskoðaða dagskrá.

Okkur hefur tekist að fá Þórunni Guðmundssdóttur, aðst. skólastjóra Tónlistarskólans til að segja okkur frá hinum nýja framhaldsskóla í tónlist, sem mun hefja starf nú á næstu dögum, ef marka má nýjustu fréttir.

Einnig hefur okkur tekist að fá Dísellu Lárusdóttur til að segja okkur frá hvernig ungur söngvari kemur sér á framfæri í Bandaríkjunum.

Við erum þeim Þórunni og Dísellu afskaplega þakklát fyrir að bregðast svona vel við með svo stuttum fyrirvara.

Svona lítur svo dagskráin út:

Ráðstefna FÍS 2016

Skrekkur, tækni og tækifæri”

Laugardaginn 27. ágúst í „Rauða húsinu“ á Eyrarbakka

DAGSKRÁ

9:00 – 9:30  Skráning og morgunkaffi

9:30 – 10:15  Hristingur

Anna Berglind Júlísdóttir hitar upp fyrir daginn

10:30 – 11:10  Mækar og meira”

Margrét Eir fer í gegnum grunnatriði í notkun á hljóðnema og uppsetningu á litlum hljóðkerfum

11:15 – 11:45  ”Nýr framhaldsskóli í tónlist?”

Þórunn Guðmundsdóttir aðst.skólastjóri segir frá

11:45 – 12:15  ”Made in the USA”

Dísela Lárusdóttir segir frá reynslu sinni vestan Atlandsála

12:15 – 12:55  Hádegisverðarhlé

13:00 – 14:00  „Creating carrieers – Start-up Óperusöngvari“

Ingunn Sighvatsdóttir umboðsmaður í Berlín segir okkur frá sínu starfi og nútímakröfum til söngvara

14:10 – 14:40  Frammistöðukvíði söngvara

Hulda Sif Ólafsdóttir talar um sviðsskrekk frá fræðilegu sjónarhorni

14:50 – 15:40  Söngkeppni FÍS

Viðar Gunnarsson kynnir söngkeppni FÍS 2017

15:40 – 16:00  Kaffi að hætti hússins

16:00 – 18:00  “Ítalska sönghefðin”

Masterclass með Kristjáni Jóhannssyni, Magnúsi Lyngdal Magnússyni og Antoníu Hevesi píanóleikara.

18:00–18:30 Ráðstefnulok með léttum veitingum í boði félagsins