Ráðstefna FÍS á Hlöðum á Hvalfjarðarströnd

Fyrirsögn


 

hladir07Eins og undanfarin ár þá verður FÍS með sína árlegu ráðstefnu að Hlöðum á Hvalfjarðarströnd. Ráðstefnur þessar eru orðnar fastur liður í starfsemi félagsins og mikil ánægja hefur verið meðal félagsmanna með þetta framtak.  Hvetjum við félagsmenn til að fjölmenna á ráðstefnuna og einnig að vekja athygli annarra félagsmanna á þessum viðburði.  Sjá kort.  Með því að smella á linkinn opnast mynd af leiðarlýsingunni.  Einnig er til húsa á sama stað Hernámssetrið.

Robin D.
Robin D

Í ár eru 10 ár frá því félagið okkar var stofnað og ber dagskráin þess merki, að um afmælisár sé að ræða. Við fáum m.a. erlendan söngkennara til landsins, Robin D. Robin D. hefur getið sér gott orð á meginlandi Evrópu sérstaklega í rythmiska geira söngkennslunnar.  Hann sýndi því mikinn áhuga á því að koma til Íslands, þegar þetta var fært í tal við hann.  Hægt er að kynna sér fjölmörg myndbönd á www.youtube.com, þar sem gefur að líta starfsaðferðir Robins D

Námskeið í sal FÍH við Rauðagerði í Reykjavík

Robin D verður einnig með sérstakt námskeið fyrir söngvara og söngkennara, sunnudaginn 30. ágúst í sal FÍH við Rauðagerði.   Þar gefst söngvurum færi á að njóta leiðsagnar hans með beinni þátttöku á námskeiðinu og eins gefst þar kjörið tækifæri fyrir bæði söngvara og ekki síður söngkennara að kynnast vinnuaðferðum hans sem hafa á stundum þótt svo áhrifaríkar að líkja mætti við kraftaverk.

Námskeiðinni verður skipt í tvo hluta.  Fyrir hádegi frá kl. 10:00 til kl. 14:00 og síðan síðdegis eftir matarhlé frá kl. 15:00 til kl. 19:00