Laugardaginn 6. júní kl. 16 bregða nemendur Söngskóla Sigurðar Demetz að Grandagarði 11 sér í ólík hlutverk óperubókmenntanna í stuttri sýningu. Atriði úr Don Giovanni, Brúðkaupi Figarós, Rigoletto og Kátu ekkjunni verða flutt við undirleik Antoníu Hevesi. Bjarni Thor Kristinsson hefur leikstýrt dagskránni.