Martha Sharp, prófessor í Mozarteum í Salzburg, hefur leiðbeint á námskeiði í Garðabæ undanfarnar vikur. Afraksturinn af námskeiðinu verður sýndur með óperusenum í Kirkjuhvoli föstudaginn 14. ágúst kl. 20 og laugardaginn 15. ágúst kl. 17. Tónlistarstjórn námskeiðsins er í höndum Margaret Singer og Antoniu Hevesi.
Sýndar verða senur úr eftirtöldum óperum: Il Segreto di Susanna, Töfraflautunni, Ástardrykknum, I Pagliacci, Dóttur herdeildarinnar, Idomeneo og Brúðkaupi Fígarós.