Óperukórinn í Rvík. í Skálholti og Langholtskirkju 12./13. ág. kl. 20

 Óperukórinn í Reykjavík og The New England Youth Ensemble undir stjórn Garðars Cortes, efna til  tónleika:

12. ágúst kl. 20.00 í Skálholtskirkju, aðgangur ókeypis
13. ágúst kl. 20.00  í Langholtskirkju, aðgangur kr. 3.000.-, hjá kórfélögum og í Söngskólanum kr. 2.500.-

þar sem flutt verður óratorían The Vision of the Apocalypseeftir Virginia-Gene Rittenhouse. Hér er um frumflutning á verkinu, í Evrópu, að ræða, en óratorían var frumflutt í Carnegie Hall í New York 2004.

Einsöngvarar: Garðar Thór Cortes, Fjóla Kristín Bragadóttir, Ingibjörg Ólafsdóttir, Hallveig Guðmundsdóttir, Aron Axel Cortes og Bragi Jónsson.

Nánari upplýsingar www.operukorinn.is


Aðdragandinn er sá að tónskáldið, Rittenhouse, var viðstödd
tónleika í Carnegie Hall, þar sem Óperukórinn í Reykjavík og
hljómsveitin sem hér um ræðir fluttu Elía eftir Mendelssohn
í Carnegie Hall árið 2004, undir stjórn Garðars Cortes
og hreifst svo af kór og stjórnanda að hún hefur alið með sér þann draum
að fá þessa sömu listamenn til að frumflytja verk sitt í Evrópu.

The New England Youth Ensemble er í tónleikaferðalagi um Evrópu,
þar sem hún spilar m.a. á Salzburg-festival og víðar um álfuna,
og kemur hingað á bakaleið, ásamt tónskáldinu, til tónleikahalds með Óperukórnum.