Óperudraugurinn hjá Óperu Skagafjarðar

 Ópera Skagafjarðar og Draumaraddir norðursins setja upp og sýna Óperudrauginn (The Phantom of the opera e. Andrew Lloyd Webber) á þremur sýningum í vor;

–   Miðgarði / Skagafirði 1. maí kl. 16:00

–   Tjarnarbíói / Reykjavík 7. maí kl. 20:00

–   Hofi (Hamraborg) / Akureyri 15. maí kl. 20:00

Með helstu hlutverk fara:

    • Óperudraugurinn: Michael Jón Clarke, baritón
    • Christine: Alexandra Chernyshova, sópran
    • Raul: Ívar Helgason, tenór
  • Nánar á dreamvoices.is

 


Ópera Skagafjarðar mun frumsýna óperuna Phantom of The Opera í Miðgarði á Sæluviku Skagfirðinga 1 mai nk. Verður þessi heimsfræga ópera sýnd í nýrri leikgerð Guðrúnar Ásmundsdóttur. Og hefst sýningin á því að áhofendur  finna sig stadda uppi á háalofti í Convent Garden Óperunni í London. Er þar kona nokkur að leita í 200 ára gömlum leikmunum, sem lent hafa þar, og gleymst í hirðuleysi, eftir að hin sögulega sýning á Óperunni Hannibal var leikin þar við húsið. Á frumsýningunni gerðust hræðilegir atburðir. Kristalsljósakróna hrundi niður á sviðsgólfið og morð voru framin því óperudraugurinn  lék þar lausum hala á sínum tíma. Söngþyrstir  uppvakningar taka að birtast í ryk gráma þessara annarlegu húsakynna. Og fá þeir nú loksins að syngja eftir 200 ára þögn. Konan sem þar birtist í leit sinni að fornum leikmunum er leikin af Margréti Ákadóttur. Uppvakningar og draugar með sjálfan Óperudrauginn í fararbroddi sem leikinn verður af stórsöngvaranum Michael Jón Clarke og er hans heittelskaða leikin af Alexöndru Chernyshovu.