Óp-hópurinn í ÍÓ 27. okt. kl. 12.15

  Aðrir hádegistónleikar Óp-hópsins  verða þriðjudaginn 27. október kl. 12.15. Fram koma allir meðlimir hópsins, en sérstakur gestur á tónleikunum er hin góðkunna söngkona og söngkona ársins á Grímunni 2009, Valgerður Guðnadóttir, sem um þessar mundir heillar áheyrendur í Söngvaseið í Borgarleikhúsinu en hefur þar að auki getið sér gott orð sem óperusöngkona, í Íslensku óperunni, með Sumaróperunni og víðar. Meðlimir Óp-hópsins eru Bylgja Dís Gunnarsdóttir, Erla Björg Káradóttir, Hörn Hrafnsdóttir, Jóhanna Héðinsdóttir, Jón Svavar Jósefsson, Rósalind Gísladóttir og Rúnar Þór Guðmundsson. Píanóleikari Antonía Hevesí.

 

Á efnisskrá tónleikanna eru aríur, dúettar, tríó og samsöngvar úr óperum frá ýmsum tímum. Miðaverð er aðeins 1.000 kr. og taka tónleikarnir um 40 mínútur í flutningi. Gestir geta keypt samlokur, sælgæti og drykki fyrir og eftir tónleikana.



Version:1.0 StartHTML:0000000105 EndHTML:0000004838 StartFragment:0000002289 EndFragment:0000004802

Efnisskráin

 

Jón Svavar og Rósalind syngja dúettinn Là ci darem la mano úr óperunni Don Giovanni eftir Mozart.

 

Erla Björg og Rósalind syngja dúettinn Prendero úr óperunni Cosi fan tutte eftir Mozart.

 

Jóhanna, Bylgja Dís og Jón Svavar syngja tríóið Soave sia il vento úr sömu óperu.

 

Bylgja Dís og Hörn syngja Bátadúettinn úr óperunni Ævintýri Hoffmanns eftir Offenbach.

 

Valgerður Guðnadóttir, gestur Óp-hópsins, syngur aríuna Deh vieni non tardar úr Brúðkaupi Figaros eftir Mozart.

 

Hörn og Rúnar Þór syngja dúettinn Mal reggendo úr Il Trovatore eftir Verdi.

 

Rúnar Þór fær nú loksins tækifæri til að syngja aríuna sem hann ætlaði að syngja á tónleikunum í september en gat það ekki vegna veikinda. Hann syngur aríuna E lucevan le stelle úr Toscu eftir Puccini.

 

Að lokum flytur Óp-hópurinn í sameiningu dúettinn Varir þegja úr Zardasfurstynjunni eftir Lehár.