Nýr geisladiskur Sigurðar Bragasonar og Hjálms Sighvatssonar

 Út er kominn geisladiskurinn Líf og ljóð með söng Sigurðar Bragasonar við píanóleik Hjálms Sighvatssonar, þar sem þeir félagar flytja íslensk lög eftir ýmsa höfunda. Diskurinn er hinn eigulegasti. Þeir héldu tónleika með efni því sem á diskinum er að finna í Corcoran listamiðstöðinni í Washington. Gagnrýnandi Washington Post sagði m.a.: „Söngur Sigurðar sameinaði á sjaldgæfan hátt hið nána og íhugula yfirbragð ljóðasöngvarans og aðsópsmikið látbragð og sjálfsörugga návist óperusöngvarans … Dásamlegur bassablær raddar Sigurðar Bragasonar mótaði lög Bjarna Thorsteinssonar … milli þess sem hann hvíslaði blíðlega falsettu í lögum Páls Ísólfssonar og Þorkels Sigurbjörnssonar … með hinum næma og hugmyndaauðuga Hjálmi Sighvatssyni.“